Rúnagaldur seldur til Þýskalands

22. febrúar, 2010

Þýska forlagið Aufbau hefur tryggt sér útgáfurétt á Rúnagaldri.

Þýska forlagið Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Rúnagaldri eftir Elías Snæland Jónsson en bókin er spennusaga sem tengir sögur Eddukvæðanna um norræna goðafræði við síðari Heimstyrjöldina og áhuga sumra forystumanna þriðja ríkisins á kvæðunum. Bókin segir frá Melkorku Steingrímsdóttur, sjónvarpsfréttamanni sem leitar sannleikans um leynilega fortíð afa síns. Miskunnarlausir andstæðingar keppast við að verða á undan henni til að finna fornan rúnalykil að launhelgum Óðins og Þórs og afhjúpa í leiðinni leyndarmálið um þýskan kafbát sem árið 1944 hvarf við Íslandsstrendur með háttsetta SS-foringja og marga kassa af gullstöngum um borð.

Rúnagaldur er fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu í Þýskalandi en árið 1995 kom út eftir hann leikritið Fjörubrot fuglanna hjá þýska forlaginu Der Bernd Bauer Verlag. Rúnagaldur er fyrsta bókin sem útgefandinn Skrudda selur til Þýskalands.

Auk Rúnagaldurs hefur þýska bókaforlagið Aufbau tryggt sér útgáfurétt á bókum Óttars M. Norðfjörð Hnífur Abrahams og Huldars Breiðfjörð Góðir Íslendingar.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir