Rúnagaldur seldur til Þýskalands

22. febrúar, 2010

Þýska forlagið Aufbau hefur tryggt sér útgáfurétt á Rúnagaldri.

Þýska forlagið Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Rúnagaldri eftir Elías Snæland Jónsson en bókin er spennusaga sem tengir sögur Eddukvæðanna um norræna goðafræði við síðari Heimstyrjöldina og áhuga sumra forystumanna þriðja ríkisins á kvæðunum. Bókin segir frá Melkorku Steingrímsdóttur, sjónvarpsfréttamanni sem leitar sannleikans um leynilega fortíð afa síns. Miskunnarlausir andstæðingar keppast við að verða á undan henni til að finna fornan rúnalykil að launhelgum Óðins og Þórs og afhjúpa í leiðinni leyndarmálið um þýskan kafbát sem árið 1944 hvarf við Íslandsstrendur með háttsetta SS-foringja og marga kassa af gullstöngum um borð.

Rúnagaldur er fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu í Þýskalandi en árið 1995 kom út eftir hann leikritið Fjörubrot fuglanna hjá þýska forlaginu Der Bernd Bauer Verlag. Rúnagaldur er fyrsta bókin sem útgefandinn Skrudda selur til Þýskalands.

Auk Rúnagaldurs hefur þýska bókaforlagið Aufbau tryggt sér útgáfurétt á bókum Óttars M. Norðfjörð Hnífur Abrahams og Huldars Breiðfjörð Góðir Íslendingar.



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir