Rúnagaldur seldur til Þýskalands

22. febrúar, 2010

Þýska forlagið Aufbau hefur tryggt sér útgáfurétt á Rúnagaldri.

Þýska forlagið Aufbau hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Rúnagaldri eftir Elías Snæland Jónsson en bókin er spennusaga sem tengir sögur Eddukvæðanna um norræna goðafræði við síðari Heimstyrjöldina og áhuga sumra forystumanna þriðja ríkisins á kvæðunum. Bókin segir frá Melkorku Steingrímsdóttur, sjónvarpsfréttamanni sem leitar sannleikans um leynilega fortíð afa síns. Miskunnarlausir andstæðingar keppast við að verða á undan henni til að finna fornan rúnalykil að launhelgum Óðins og Þórs og afhjúpa í leiðinni leyndarmálið um þýskan kafbát sem árið 1944 hvarf við Íslandsstrendur með háttsetta SS-foringja og marga kassa af gullstöngum um borð.

Rúnagaldur er fyrsta bók Elíasar sem fær dreifingu í Þýskalandi en árið 1995 kom út eftir hann leikritið Fjörubrot fuglanna hjá þýska forlaginu Der Bernd Bauer Verlag. Rúnagaldur er fyrsta bókin sem útgefandinn Skrudda selur til Þýskalands.

Auk Rúnagaldurs hefur þýska bókaforlagið Aufbau tryggt sér útgáfurétt á bókum Óttars M. Norðfjörð Hnífur Abrahams og Huldars Breiðfjörð Góðir Íslendingar.



Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir