Sagenhaftes Island, Gljúfrasteinn, Þjóðmenningarhús og skáldasetur í Berlín

10. mars, 2010

Mjög sátt við nýafstaðna ferðasýningu.

ITB ferðasýningunni lauk síðasta sunnudag. Sagenhaftes Island var með bás á sýningunni ásamt Gljúfrasteini,  Þjóðmenningarhúsi og nokkrum skáldasetrum: Davíðshúsi, Nonnahúsi, Sigurhæðum, Skriðuklaustri, Snorrastofu og Þórbergssetri.

Að sögn Katrínar Árnadóttur, starfsmanns Sagenhaftes Island í Berlín sem fór fyrir básnum, var sýningin vel sótt og mikill fjöldi gesta sem lagði leið sína á básinn sem var staðsettur í þeim hluta sýningarinnar sem kallast Culture Lounge og tengist menningartengdri ferðamennsku.

Mikill hugur er í íslenskum ferðaþjónustuaðilum og eru ferðaskrifstofur, bæði innlendar og erlendar, nú þegar byrjaðar að undirbúa ferðir útlendinga til Íslands sem tengjast munu bæði beint og óbeint íslenskum bókmenntum og íslenskum bókmenntaarfi.


ITB1

ITB3


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir