Sagenhaftes Island, Gljúfrasteinn, Þjóðmenningarhús og skáldasetur í Berlín

10. mars, 2010

Mjög sátt við nýafstaðna ferðasýningu.

ITB ferðasýningunni lauk síðasta sunnudag. Sagenhaftes Island var með bás á sýningunni ásamt Gljúfrasteini,  Þjóðmenningarhúsi og nokkrum skáldasetrum: Davíðshúsi, Nonnahúsi, Sigurhæðum, Skriðuklaustri, Snorrastofu og Þórbergssetri.

Að sögn Katrínar Árnadóttur, starfsmanns Sagenhaftes Island í Berlín sem fór fyrir básnum, var sýningin vel sótt og mikill fjöldi gesta sem lagði leið sína á básinn sem var staðsettur í þeim hluta sýningarinnar sem kallast Culture Lounge og tengist menningartengdri ferðamennsku.

Mikill hugur er í íslenskum ferðaþjónustuaðilum og eru ferðaskrifstofur, bæði innlendar og erlendar, nú þegar byrjaðar að undirbúa ferðir útlendinga til Íslands sem tengjast munu bæði beint og óbeint íslenskum bókmenntum og íslenskum bókmenntaarfi.


ITB1

ITB3


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir