Sagenhaftes Island, Gljúfrasteinn, Þjóðmenningarhús og skáldasetur í Berlín

10. mars, 2010

Mjög sátt við nýafstaðna ferðasýningu.

ITB ferðasýningunni lauk síðasta sunnudag. Sagenhaftes Island var með bás á sýningunni ásamt Gljúfrasteini,  Þjóðmenningarhúsi og nokkrum skáldasetrum: Davíðshúsi, Nonnahúsi, Sigurhæðum, Skriðuklaustri, Snorrastofu og Þórbergssetri.

Að sögn Katrínar Árnadóttur, starfsmanns Sagenhaftes Island í Berlín sem fór fyrir básnum, var sýningin vel sótt og mikill fjöldi gesta sem lagði leið sína á básinn sem var staðsettur í þeim hluta sýningarinnar sem kallast Culture Lounge og tengist menningartengdri ferðamennsku.

Mikill hugur er í íslenskum ferðaþjónustuaðilum og eru ferðaskrifstofur, bæði innlendar og erlendar, nú þegar byrjaðar að undirbúa ferðir útlendinga til Íslands sem tengjast munu bæði beint og óbeint íslenskum bókmenntum og íslenskum bókmenntaarfi.


ITB1

ITB3


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir