Kristín Steinsdóttir og Andri Snær Magnason á bókasýningunni í Leipzig

15. mars, 2010

Á eigin vegum, Lovestar og "Die Lange Nacht der Nordischen Literatur"

Bókasýningin í Leipzig í Þýskalandi verður haldin dagana 18. – 21. mars.  Þetta er næst stærsta bókasýningin í Þýskalandi og er hún haldin í mars á hverju ári. Gestir sýningarinnar í fyrra voru 147.000 talsins sem er um helmingur þess fjölda sem sækir bókasýninguna í Frankfurt og fjöldi sýnenda 2345 frá 38 löndum.  

Í Leipzig að þessu sinni munu tveir íslenskir rithöfundar kynna bækur sínar. Kristín Steinsdóttir kynnir og les upp úr Á eigin vegum sem þýska forlagið forlagið C.H. Beck gefur út  undir nafninu Eigene Wege og Andri Snær Magnason kynnir Lovestar sem Bastei Lübbe gefur út.

Þetta er í annað skipti sem Sagenhaftes Island tekur þátt í bókasýningunni í Leipzig. Sendiráð Íslands í Berlín, í samvinnu við sendiráð hinna Norðurlandanna, á veg og vanda að undirbúningi sameiginlega sýningarbássins og Norræni menningarsjóðurinn styrkir þátttöku sendiráðanna.

Í fyrra var íslenski básinn mjög vel sóttur og hvarvetna mátti sjá gesti fletta í þeim  fjölmörgu íslensku bókum sem þar lágu frammi. Upplýsingabæklingar um íslenskar bókmenntir og Ísland runnu út eins og heitar lummur og má gera ráð fyrir að áhugi gesta á Íslandi og íslenskum bókmenntum verði ekki minni í ár nú þegar einungis nokkrir mánuðir eru þar til Ísland tekur við kefli heiðusgests bókasýningarinnar í Frankfurt af Argentínumönnum.  Sú athöfn mun eiga sér stað í lok bókasýningarinnar í Frankfurt í haust en sýningin stendur frá 6. til 10. október.

Segja má að einn af hápunktum bókasýningarinnar verði á föstudagskvöldið þegar um 400 gestir sækja „Die Lange Nacht der Nordischen Literatur“ eða hina löngu nótt norrænna bókmennta. Kristín og Andri Snær verða meðal gesta þar.

Bókasýningin í Leipzig hefst eins og áður segir fimmtudaginn 18. mars og stendur til sunnudagsins 21. mars.


Leipzig 2009 - Grim opnar dyrnar fyrir Sagenhaftes Island. Í bakgrunni: Gestir á upplestri Steinunnar Sigurðardóttur


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir