Fjöruverðlaunin afhent

24. mars, 2010

Bókmenntaverðlaun kvenna voru veitt í vikunni fyrir bækur útgefnar á árinu 2009.

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í vikunni, fjórða árið í röð. Fjórir rithöfundar hlutu viðurkenningu í þetta skiptið, fyrir bækur útgefnar á árinu 2009.

Í flokki fagurbókmennta hlaut ljóðskáldið Ingunn Snædal verðlaun fyrir bókina Komin til að vera, nóttin (Bjartur gefur út). Þórdís Elva Þorvaldsdótt hlaut verðlaun í flokki fræðirita fyrir bókina Á mannamáli (JPV gefur út). Tvær bækur voru svo verðlaunaðar í flokki barna- og unglingabóka: Arngrímur apaskott og fiðlan eftir Kristínu Arngrímsdóttur (Salka gefur út) og Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) eftir Margréti Örnólfsdóttur (Bjartur gefur út).

Það er grasrótarhópur kvenna í Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki, Góuhópurinn svokallaði, sem stendur að verðlaununum. Þau voru sett á laggirnar árið 2007 til að styrkja stöðu íslenskra kvenrithöfunda og efla samstöðu á meðal þeirra.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir