Fjöruverðlaunin afhent

24. mars, 2010

Bókmenntaverðlaun kvenna voru veitt í vikunni fyrir bækur útgefnar á árinu 2009.

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í vikunni, fjórða árið í röð. Fjórir rithöfundar hlutu viðurkenningu í þetta skiptið, fyrir bækur útgefnar á árinu 2009.

Í flokki fagurbókmennta hlaut ljóðskáldið Ingunn Snædal verðlaun fyrir bókina Komin til að vera, nóttin (Bjartur gefur út). Þórdís Elva Þorvaldsdótt hlaut verðlaun í flokki fræðirita fyrir bókina Á mannamáli (JPV gefur út). Tvær bækur voru svo verðlaunaðar í flokki barna- og unglingabóka: Arngrímur apaskott og fiðlan eftir Kristínu Arngrímsdóttur (Salka gefur út) og Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) eftir Margréti Örnólfsdóttur (Bjartur gefur út).

Það er grasrótarhópur kvenna í Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki, Góuhópurinn svokallaði, sem stendur að verðlaununum. Þau voru sett á laggirnar árið 2007 til að styrkja stöðu íslenskra kvenrithöfunda og efla samstöðu á meðal þeirra.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir