Áhugasamir, móttækilegir og vinalegir gestir!

25. mars, 2010

Svona lýsir Kristín Steinsdóttir gestum á bókasýningunni í Leipzig.

Viðtal við Kristínu Steinsdóttur við lok bókasýningarinnar í Leipzig sem haldin var dagana 18. – 21. mars. Kristín, sem talar reiprennandi þýsku, svaraði spurningunum á þýsku en hér koma svör hennar þýdd yfir á íslensku.



Það er talað um bókasýninguna í Leipzig sem frekar litla sýningu í samanburði við bókasýninguna í Frankfurt. Hvernig kom sýningin þér fyrir sjónir?

Ég hef aldrei verið á bókasýningunni í Frankfurt og þetta var fyrsta skiptið mitt í Leipzig þannig að ég get ekki borið þessar tvær sýningar saman. Á íslenskum mælikvarða virkaði sýningin í Leipzig mjög stór og alltaf eitthvað nýtt að sjá sem kom manni á óvart! Fimm stórar sýningarhallir og bækur og fólk hvert sem litið var.

Hvernig myndir þú lýsa gestum sýningarinnar?


Áhugasamir! Móttækilegir! Vinalegir!

Við fréttum af því að á báðum upplestrunum þínum þá hafi bókin þín Á eigin vegum selst upp og að fólk hafi staðið í röð til að fá áritun. Þjóðverjar elska íslenskar bókmenntir. Hvað sagðir þú við þá sem til þín leituðu?


Andrúmsloftið var frábært. Flestir vildu að ég skrifaði eitthvað á íslensku! Við æfðum líka íslenskan framburð og hlógum mikið! Nokkir höfðu nú þegar bókað ferð til Íslands og langaði til að ræða það. Aðrir sögðu það gamlan draum að koma til Íslands. Allir glöddust yfir bókinni minni. Þegar ég síðan hitti sama fólkið á sýningarsvæðinu, eða inni í borginni, var mér heilsað og fólk brosti til mín, eins og góðir vinir gera hver við annan....



Leipzig 1Leipzig 2
Leipzig 3Leipzig 6
Leipzig 4Leipzig 5



Á föstudagskvöldinu stóðu norrænu sendiráðin fyrir sameiginlegri uppákomu undir nafninu „Die Lange Nacht der Nordischen Literatur“ eða „hin langa nótt norrænna bókmennta“ þar sem þú og Andri Snær voruð meðal þeirra norrænu höfunda sem lásu upp úr verkum sínum. Hvernig upplifðir þú stemninguna þar?

Stemningin var ólýsanleg. Fólk kom þarna með börnin sín, stór og smá, sem síðan sofnuðu bara, þvílíkur áhugi! Þessu átti ég ekki von á! Þetta kvöldi líður mér seint úr minni!

Hver telur þú vera helstu áhrifin sem þú varðst fyrir á sýningunni?

Maður heyrir oft talað um það að fólk lesi ekki bækur í dag, að allt sé á niðurleið...ekkert eins og það var áður! Mín upplifun, eftir að hafa verið á sýningunni, er að þetta er ekki rétt.
Hvaða upplifun er mikilvægari fyrir rithöfund en þessi?

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir