Sólskinshestur í kilju

25. mars, 2010

Fimm skáldsögur eftir Steinunni Sigurðardóttur í kilju á þýsku.

Skáldsagan Sólskinshestur (Sonnenscheinpferd) eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem fagnaði fjörutíu ára rithöfundarafmæli á síðasta ári, kom út í kilju á vegum Rowohlt forlagsins í Þýskalandi í síðasta mánuði. Þetta er fimmta skáldsaga Steinunnar sem fær kiljudreifingu þar í landi, áfangi sem fáir íslenskir skáldsagnahöfundar hafa náð.

Bókin hlaut afar góðar viðtökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda þegar hún kom út á Íslandi árið 2005, og svo virðist vera sem hún falli engu síður í bókþyrsta Þjóðverja. Süddeutsche Zeitung hrósaði Steinunni fyrir meistaralega íroníu og Antje Deistler gagnrýnandi hjá útvarpsstöðinni WDR2 sparaði ekki lofið, sagði skáldsöguna vera á meðal fegurstu og hugvitsömustu bóka sem hún hafi nokkurn tíma lesið.

Aðrar bækur Steinunnar sem fengið hafa útgáfu á þýsku eru Jöklaleikhúsið (Gletschertheater), Hjartastaður (Herzort), Ástin fiskanna (Die Liebe der Fische) og Tímaþjófurinn (Der Zeitdieb), allar í þýðingu Coletta Bürling. Sú sjötta er væntanleg fyrir bókamessuna í Frankfurt 2011.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir