Sólskinshestur í kilju

25. mars, 2010

Fimm skáldsögur eftir Steinunni Sigurðardóttur í kilju á þýsku.

Skáldsagan Sólskinshestur (Sonnenscheinpferd) eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem fagnaði fjörutíu ára rithöfundarafmæli á síðasta ári, kom út í kilju á vegum Rowohlt forlagsins í Þýskalandi í síðasta mánuði. Þetta er fimmta skáldsaga Steinunnar sem fær kiljudreifingu þar í landi, áfangi sem fáir íslenskir skáldsagnahöfundar hafa náð.

Bókin hlaut afar góðar viðtökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda þegar hún kom út á Íslandi árið 2005, og svo virðist vera sem hún falli engu síður í bókþyrsta Þjóðverja. Süddeutsche Zeitung hrósaði Steinunni fyrir meistaralega íroníu og Antje Deistler gagnrýnandi hjá útvarpsstöðinni WDR2 sparaði ekki lofið, sagði skáldsöguna vera á meðal fegurstu og hugvitsömustu bóka sem hún hafi nokkurn tíma lesið.

Aðrar bækur Steinunnar sem fengið hafa útgáfu á þýsku eru Jöklaleikhúsið (Gletschertheater), Hjartastaður (Herzort), Ástin fiskanna (Die Liebe der Fische) og Tímaþjófurinn (Der Zeitdieb), allar í þýðingu Coletta Bürling. Sú sjötta er væntanleg fyrir bókamessuna í Frankfurt 2011.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir