Sólskinshestur í kilju

25. mars, 2010

Fimm skáldsögur eftir Steinunni Sigurðardóttur í kilju á þýsku.

Skáldsagan Sólskinshestur (Sonnenscheinpferd) eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem fagnaði fjörutíu ára rithöfundarafmæli á síðasta ári, kom út í kilju á vegum Rowohlt forlagsins í Þýskalandi í síðasta mánuði. Þetta er fimmta skáldsaga Steinunnar sem fær kiljudreifingu þar í landi, áfangi sem fáir íslenskir skáldsagnahöfundar hafa náð.

Bókin hlaut afar góðar viðtökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda þegar hún kom út á Íslandi árið 2005, og svo virðist vera sem hún falli engu síður í bókþyrsta Þjóðverja. Süddeutsche Zeitung hrósaði Steinunni fyrir meistaralega íroníu og Antje Deistler gagnrýnandi hjá útvarpsstöðinni WDR2 sparaði ekki lofið, sagði skáldsöguna vera á meðal fegurstu og hugvitsömustu bóka sem hún hafi nokkurn tíma lesið.

Aðrar bækur Steinunnar sem fengið hafa útgáfu á þýsku eru Jöklaleikhúsið (Gletschertheater), Hjartastaður (Herzort), Ástin fiskanna (Die Liebe der Fische) og Tímaþjófurinn (Der Zeitdieb), allar í þýðingu Coletta Bürling. Sú sjötta er væntanleg fyrir bókamessuna í Frankfurt 2011.


Allar fréttir

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Allar fréttir