Sextíu íslenskar bækur væntanlegar í Þýskalandi

26. mars, 2010

- og fleiri á leiðinni!

Skjalfandi---skrautAð undanförnu hefur Sagenhaftes Island starfað markvisst að því að tryggja útgáfu íslenskra bóka á þýska bókamarkaðnum, í góðri samvinnu við íslensk forlög og höfunda.

35 þýskar bókaútgáfur senda frá sér íslenskt efni

Nú þegar er ljóst að gerðir hafa verið samningar eða gefin skuldbindandi loforð um útgáfu sextíu íslenskra bóka, á tímabilinu frá haustinu 2010 til haustsins 2011. Mörg helstu forlög Þýskalands, svo sem Suhrkamp Verlag og Fischer Verlag, munu taka þátt í þessu átaki og liggur þegar fyrir að þrjátíu og fimm þýskar bókaútgáfur munu senda frá sér íslenskt efni á þessum tíma.

Helmingur titlanna eru skáldsögur

Bækurnar skiptast þannig að um helmingur titlanna eru skáldsögur eða smásagnasöfn, en auk þess eru væntanleg fjórtán íslensk fræðirit eða handbækur, þar á meðal bækur um íslenska bókmenntasögu og sögu Íslands, fimm ljóðabækur, þrjár barnabækur og átta bindi munu geyma íslenskar fornbókmenntir. En því fer fjarri að þar með sé allt upp talið, því fjöldi þýskra forlaga er nú með íslenskar bækur í skoðun og  má því búast við að margir titlar muni bætast við á næstunni.

„Þetta ber vott um einstakan áhuga á heiðursgestinum, svo snemma á undirbúningstímanum.“ segir Simone Bühler, einn af forsvarsmönnum bókasýningarinnar. Áhugann má rekja til þess að margir íslenskir höfundar hafa þegar eignast traustan markað í Þýskalandi, Þjóðverjar eru almennt áhugasamir um Ísland og íslenska menningu, og áhugi bókaforlaga eykst til muna við það að landið skuli verða heiðursgestur bókasýningarinnar 2011.



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir