Sextíu íslenskar bækur væntanlegar í Þýskalandi

26. mars, 2010

- og fleiri á leiðinni!

Skjalfandi---skrautAð undanförnu hefur Sagenhaftes Island starfað markvisst að því að tryggja útgáfu íslenskra bóka á þýska bókamarkaðnum, í góðri samvinnu við íslensk forlög og höfunda.

35 þýskar bókaútgáfur senda frá sér íslenskt efni

Nú þegar er ljóst að gerðir hafa verið samningar eða gefin skuldbindandi loforð um útgáfu sextíu íslenskra bóka, á tímabilinu frá haustinu 2010 til haustsins 2011. Mörg helstu forlög Þýskalands, svo sem Suhrkamp Verlag og Fischer Verlag, munu taka þátt í þessu átaki og liggur þegar fyrir að þrjátíu og fimm þýskar bókaútgáfur munu senda frá sér íslenskt efni á þessum tíma.

Helmingur titlanna eru skáldsögur

Bækurnar skiptast þannig að um helmingur titlanna eru skáldsögur eða smásagnasöfn, en auk þess eru væntanleg fjórtán íslensk fræðirit eða handbækur, þar á meðal bækur um íslenska bókmenntasögu og sögu Íslands, fimm ljóðabækur, þrjár barnabækur og átta bindi munu geyma íslenskar fornbókmenntir. En því fer fjarri að þar með sé allt upp talið, því fjöldi þýskra forlaga er nú með íslenskar bækur í skoðun og  má því búast við að margir titlar muni bætast við á næstunni.

„Þetta ber vott um einstakan áhuga á heiðursgestinum, svo snemma á undirbúningstímanum.“ segir Simone Bühler, einn af forsvarsmönnum bókasýningarinnar. Áhugann má rekja til þess að margir íslenskir höfundar hafa þegar eignast traustan markað í Þýskalandi, Þjóðverjar eru almennt áhugasamir um Ísland og íslenska menningu, og áhugi bókaforlaga eykst til muna við það að landið skuli verða heiðursgestur bókasýningarinnar 2011.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir