Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar menningarmálaráðherra án tilnefningar.

2. september, 2025

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

  • Stjornin-2025-2028

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl 2025 til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar  menningarmálaráðherra án tilnefningar.

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og úthluta styrkjum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. Hún veitir einnig umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til hennar og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um bókmenntamálefni til ráðuneytisins.

Á myndinni er nýja stjórnin við verk eftir Hörpu Árnadóttur. Frá vinstri Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Hagþenkis, Katrín Júlíusdóttir, formaður, skipuð af menningarmálaráðherra, Þórunn Sigurðardóttir, og Sindri Freysson fulltrúar Rithöfundasambands Íslands og Bryndís Loftsdóttir fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum um leið fráfarandi stjórn vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.

Framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar er Hrefna Haraldsdóttir og verkefnastjóri er Guðrún Baldvinsdóttir. Hér má sjá yfirlit yfir stjórnir frá 2013. 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir