Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar menningarmálaráðherra án tilnefningar.

2. september, 2025

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

  • Stjornin-2025-2028

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl 2025 til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar  menningarmálaráðherra án tilnefningar.

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og úthluta styrkjum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. Hún veitir einnig umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til hennar og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um bókmenntamálefni til ráðuneytisins.

Á myndinni er nýja stjórnin við verk eftir Hörpu Árnadóttur. Frá vinstri Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Hagþenkis, Katrín Júlíusdóttir, formaður, skipuð af menningarmálaráðherra, Þórunn Sigurðardóttir, og Sindri Freysson fulltrúar Rithöfundasambands Íslands og Bryndís Loftsdóttir fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum um leið fráfarandi stjórn vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.

Framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar er Hrefna Haraldsdóttir og verkefnastjóri er Guðrún Baldvinsdóttir. Hér má sjá yfirlit yfir stjórnir frá 2013. 


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir