Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipuð

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar menningarráðherra án tilnefningar.

2. september, 2025

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

  • Stjornin-2025-2028

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl 2025 til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar.

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og úthluta styrkjum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. Hún veitir einnig umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til hennar og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um bókmenntamálefni til ráðuneytisins.

Á myndinni er nýja stjórnin við verk eftir Hörpu Árnadóttur. Frá vinstri Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Hagþenkis, Katrín Júlíusdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, Þórunn Sigurðardóttir, og Sindri Freysson fulltrúar Rithöfundasambands Íslands og Bryndís Loftsdóttir fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum um leið fráfarandi stjórn vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.

Hér má sjá yfirlit yfir stjórnir frá 2013. 


Allar fréttir

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Allar fréttir