Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar menningarmálaráðherra án tilnefningar.

2. september, 2025

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

  • Stjornin-2025-2028

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í apríl 2025 til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar  menningarmálaráðherra án tilnefningar.

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og úthluta styrkjum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. Hún veitir einnig umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til hennar og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um bókmenntamálefni til ráðuneytisins.

Á myndinni er nýja stjórnin við verk eftir Hörpu Árnadóttur. Frá vinstri Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Hagþenkis, Katrín Júlíusdóttir, formaður, skipuð af menningarmálaráðherra, Þórunn Sigurðardóttir, og Sindri Freysson fulltrúar Rithöfundasambands Íslands og Bryndís Loftsdóttir fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum um leið fráfarandi stjórn vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.

Framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar er Hrefna Haraldsdóttir og verkefnastjóri er Guðrún Baldvinsdóttir. Hér má sjá yfirlit yfir stjórnir frá 2013. 


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir