Nýr og notendavænni umsóknarvefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekinn í notkun

18. ágúst, 2020 Fréttir

Vefurinn er notendavænn fyrir síma- og spjaldtölvur og er enn skýrari og aðgengilegri en áður.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur opnað nýjan umsóknarvef sem var endurhannaður með það að leiðarljósi að vera enn skýrari og aðgengilegri en áður og auka með því þjónustu við umsækjendur. Þeir sem hafa sótt um styrki Miðstöðvarinnar áður þurfa eingöngu að óska eftir nýju lykilorði. Nýir notendur þurfa að skrá sig hér.

Vefurinn gerir notendum kleift að sækja um styrki í snjallsímum, spjaldtölvum og öllum nettengdum tækjum.

Sem fyrr er alltaf opnað fyrir umsóknir á vefnum fjórum vikum áður en umsóknarfrestur rennur út og nú er því opið fyrir umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál, þýðinga á norræn mál, kynningarþýðinga- sem og lestrarskýrslustyrki og ferðastyrki, en umsóknarfrestir um þá renna út 15. september. 

Hér má finna allar upplýsingar um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta og umsóknarfresti.

Miðheimar ehf. sá um hönnun og uppsetningu umsóknarvefjarins.


Allar fréttir

Aldrei hafa fleiri þýðingar á íslenskum bókum komið út í Rússlandi á einu ári - 20. nóvember, 2020 Fréttir

Á þessu ári hafa bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Steinar Braga og Andra Snæ Magnason komið út í Rússlandi.

Nánar

Lestur landsmanna eykst og fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir Covid-19 - 16. nóvember, 2020 Fréttir

Íslendingar lesa meira í ár af hefðbundnum bókum en í fyrra og hlusta meira á hljóðbækur. Konur lesa meira en karlar, en lestur eykst mest milli ára hjá körlum.

Nánar

Mikill meirihluti vill lesa nýjar erlendar bókmenntir í íslenskum þýðingum - 16. nóvember, 2020 Fréttir

Tæp 80% landsmanna telja mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku, jafnframt lesa fleiri nú einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli, borið saman við könnun í fyrra.

Nánar

Allar fréttir