Nýr og notendavænni umsóknarvefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekinn í notkun

18. ágúst, 2020 Fréttir

Vefurinn er notendavænn fyrir síma- og spjaldtölvur og er enn skýrari og aðgengilegri en áður.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur opnað nýjan umsóknarvef sem var endurhannaður með það að leiðarljósi að vera enn skýrari og aðgengilegri en áður og auka með því þjónustu við umsækjendur. Þeir sem hafa sótt um styrki Miðstöðvarinnar áður þurfa eingöngu að óska eftir nýju lykilorði. Nýir notendur þurfa að skrá sig hér.

Vefurinn gerir notendum kleift að sækja um styrki í snjallsímum, spjaldtölvum og öllum nettengdum tækjum.

Sem fyrr er alltaf opnað fyrir umsóknir á vefnum fjórum vikum áður en umsóknarfrestur rennur út og nú er því opið fyrir umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál, þýðinga á norræn mál, kynningarþýðinga- sem og lestrarskýrslustyrki og ferðastyrki, en umsóknarfrestir um þá renna út 15. september. 

Hér má finna allar upplýsingar um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta og umsóknarfresti.

Miðheimar ehf. sá um hönnun og uppsetningu umsóknarvefjarins.


Allar fréttir

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn! - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

Sumarlokun skrifstofu - 1. júlí, 2021 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 3. ágúst.

Nánar

Allar fréttir