Nýr og notendavænni umsóknarvefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekinn í notkun

18. ágúst, 2020 Fréttir

Vefurinn er notendavænn fyrir síma- og spjaldtölvur og er enn skýrari og aðgengilegri en áður.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur opnað nýjan umsóknarvef sem var endurhannaður með það að leiðarljósi að vera enn skýrari og aðgengilegri en áður og auka með því þjónustu við umsækjendur. Þeir sem hafa sótt um styrki Miðstöðvarinnar áður þurfa eingöngu að óska eftir nýju lykilorði. Nýir notendur þurfa að skrá sig hér.

Vefurinn gerir notendum kleift að sækja um styrki í snjallsímum, spjaldtölvum og öllum nettengdum tækjum.

Sem fyrr er alltaf opnað fyrir umsóknir á vefnum fjórum vikum áður en umsóknarfrestur rennur út og nú er því opið fyrir umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál, þýðinga á norræn mál, kynningarþýðinga- sem og lestrarskýrslustyrki og ferðastyrki, en umsóknarfrestir um þá renna út 15. september. 

Hér má finna allar upplýsingar um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta og umsóknarfresti.

Miðheimar ehf. sá um hönnun og uppsetningu umsóknarvefjarins.


Allar fréttir

Alþjóðlegar bókmenntahátíðir og viðburðir á döfinni í raun- og rafheimum með þátttöku íslenskra höfunda - 10. september, 2020 Fréttir

Vegna ástandsins í heiminum hefur fjölda bókamessa, bókmenntaviðburða, upplestra og útgáfuhófa um allan heim verið frestað eða fellt niður. Þó verða allmargir viðburðir haldnir í raunheimum á næstunni á meðan aðrir fara fram með rafrænum hætti.

Nánar

Yfir 50 íslenskar bækur gefnar út á þýsku þessi misserin - 2. september, 2020 Fréttir

Höfundar frá Íslandi eru alla jafna tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Þýskaland. Yfir 50 bækur hafa verið þýddar úr íslensku á þýsku og komið út, eða eru væntanlegar, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss á liðnum þremur árum.

Nánar

Öllum ráðum beitt til að draga úr áhrifum heimsfaraldurs á íslenska bókmenningu - 1. september, 2020 Fréttir

Þar má nefna aukaúthlutun í maí, styrki til þátttöku í rafrænum viðburðum í stað ferða á viðburði erlendis, átak í þýðingum á erlend mál og samstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta við fjölda aðila og stofnana um kynningu íslenskra bókmennta og höfunda.

Nánar

Allar fréttir