Guðrún Baldvinsdóttir ráðin verkefnastjóri

10. ágúst, 2021

Guðrún Baldvinsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta og kemur í stað Grétu Maríu Bergsdóttur.

Guðrún Baldvinsdóttir hóf störf hjá Miðstöð íslenskra bókmennta um miðjan ágúst og tekur við af Grétu Maríu Bergsdóttur sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin fimm ár. 

Guðrún er með meistarapróf í almennri bókmenntafræði og starfaði áður sem verkefnastjóri bókmennta hjá Borgarbókasafninu, þar sem hún stóð að skipulagningu ýmissa viðburða og vann að kynningarmálum með áherslu á samfélagsmiðla. Hún er hefur einnig birt bókmenntarýni og ritdóma í ýmsum fjölmiðlum. 

Guðrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Miðstöð íslenskra bókmennta; halda utan um styrkveitingar, taka þátt í kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis og starfa með ýmsum hagsmunaaðilum innanlands sem utan. 

Miðstöð íslenskra bókmennta býður Guðrúnu velkomna til starfa og væntir góðs af störfum hennar um leið og Grétu Maríu Bergsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 


Allar fréttir

Authors' Reading Month: Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Tékklandi og Slóvakíu - 8. ágúst, 2022 Fréttir

Höfundunum var afar vel tekið ytra en hátíðin er sú stærsta í þessum hluta Evrópu.

Nánar

NordLit fundur haldinn í Stokkhólmi dagana 15.-17. júní - 30. júní, 2022 Fréttir

Í ár var það sænska bókmenntamiðstöðin Statens Kulturråd/Swedish Arts sem var gestgjafi á NordLit fundinum þar sem voru saman komnir starfsmenn bókmenntamiðstöðva allra norðurlandanna.

Nánar

Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Guðmundur Magnússon, Nína Ólafsdóttir og Örvar Smárason - 2. júní, 2022 Fréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 2. júní. 

Nánar

Allar fréttir