Guðrún Baldvinsdóttir ráðin verkefnastjóri

Guðrún Baldvinsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta og kemur í stað Grétu Maríu Bergsdóttur.

10. ágúst, 2021

Guðrún Baldvinsdóttir hóf störf hjá Miðstöð íslenskra bókmennta um miðjan ágúst og tekur við af Grétu Maríu Bergsdóttur sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin fimm ár. 

Guðrún er með meistarapróf í almennri bókmenntafræði og starfaði áður sem verkefnastjóri bókmennta hjá Borgarbókasafninu, þar sem hún stóð að skipulagningu ýmissa viðburða og vann að kynningarmálum með áherslu á samfélagsmiðla. Hún er hefur einnig birt bókmenntarýni og ritdóma í ýmsum fjölmiðlum. 

Guðrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Miðstöð íslenskra bókmennta; halda utan um styrkveitingar, taka þátt í kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis og starfa með ýmsum hagsmunaaðilum innanlands sem utan. 

Miðstöð íslenskra bókmennta býður Guðrúnu velkomna til starfa og væntir góðs af störfum hennar um leið og Grétu Maríu Bergsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki - 13. maí, 2025 Fréttir

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir