Guðrún Baldvinsdóttir ráðin verkefnastjóri

10. ágúst, 2021

Guðrún Baldvinsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta og kemur í stað Grétu Maríu Bergsdóttur.

Guðrún Baldvinsdóttir hóf störf hjá Miðstöð íslenskra bókmennta um miðjan ágúst og tekur við af Grétu Maríu Bergsdóttur sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin fimm ár. 

Guðrún er með meistarapróf í almennri bókmenntafræði og starfaði áður sem verkefnastjóri bókmennta hjá Borgarbókasafninu, þar sem hún stóð að skipulagningu ýmissa viðburða og vann að kynningarmálum með áherslu á samfélagsmiðla. Hún er hefur einnig birt bókmenntarýni og ritdóma í ýmsum fjölmiðlum. 

Guðrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Miðstöð íslenskra bókmennta; halda utan um styrkveitingar, taka þátt í kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis og starfa með ýmsum hagsmunaaðilum innanlands sem utan. 

Miðstöð íslenskra bókmennta býður Guðrúnu velkomna til starfa og væntir góðs af störfum hennar um leið og Grétu Maríu Bergsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 


Allar fréttir

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir