Guðrún Baldvinsdóttir ráðin verkefnastjóri

10. ágúst, 2021

Guðrún Baldvinsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta og kemur í stað Grétu Maríu Bergsdóttur.

Guðrún Baldvinsdóttir hóf störf hjá Miðstöð íslenskra bókmennta um miðjan ágúst og tekur við af Grétu Maríu Bergsdóttur sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin fimm ár. 

Guðrún er með meistarapróf í almennri bókmenntafræði og starfaði áður sem verkefnastjóri bókmennta hjá Borgarbókasafninu, þar sem hún stóð að skipulagningu ýmissa viðburða og vann að kynningarmálum með áherslu á samfélagsmiðla. Hún er hefur einnig birt bókmenntarýni og ritdóma í ýmsum fjölmiðlum. 

Guðrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Miðstöð íslenskra bókmennta; halda utan um styrkveitingar, taka þátt í kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis og starfa með ýmsum hagsmunaaðilum innanlands sem utan. 

Miðstöð íslenskra bókmennta býður Guðrúnu velkomna til starfa og væntir góðs af störfum hennar um leið og Grétu Maríu Bergsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 


Allar fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku; ferskar samtímabókmenntir, barna- og ungmennabækur og klassísk verk hljóta styrki - 3. janúar, 2022 Fréttir

Verk eftir höfundana Jean-Jacques Rousseau, Colson Whitehead, Virginiu Woolf, Rachel Cusk, Primo Levi, Sally Rooney og Mariönu Enriquez auk fjölda annarra hlutu styrki. 

Nánar

Jóla- og hátíðarkveðjur! - 21. desember, 2021 Fréttir

Við hjá Miðstöð íslenskra bókmennta óskum öllum gleðilegra jóla og notalegra bókastunda um hátíðarnar.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 - 1. desember, 2021 Fréttir

Miðvikudaginn 1. desember var tilkynnt á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Samtals hljóta fimmtán bækur í þremur flokkum tilnefningu.

Nánar

Allar fréttir