Nýr og notendavænni vefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Notendavænn vefur fyrir síma- og spjaldtölvur. Meðal nýjunga verða mánaðarleg viðtöl þar sem skyggnst verður inn í heim þýðenda, höfunda eða annarra úr bókmenntaheiminum.

24. september, 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur opnað nýja útgáfu af vef sem gerir notendum kleift að skoða hann í snjallsímum, spjaldtölvum og öllum nettengdum tækjum. Á ensku eru slíkir vefir kallaðir „responsive“ vefir en á íslensku eru þeir ýmist kallaðir skalanlegir eða snjallir vefir.

Á vefnum er auðvelt að nálgast ítarlegar upplýsingar um starfsemi Miðstöðvarinnar, svo sem alla styrki sem hún veitir, en á nýja vefnum er aðgengilegt styrkjadagatal fyrir umsækjendur.

Meðal nýjunga á vefnum verða mánaðarleg viðtöl þar sem skyggnst verður inn í heim þýðenda, höfunda eða annarra úr bókmenntaheiminum.

Vefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta var endurhannaður með það að leiðarljósi að vera skýr, aðgengilegur og fallegur og gegna lykilhlutverki í kynningarstarfi hennar og varðveislu upplýsinga um styrkúthlutanir og fleira. 

Hugsmiðjan sá um hönnun og uppsetningu vefjarins.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir