Nýræktarstyrkhafar áberandi í jólabókaflóðinu í ár

7. desember, 2022

Höfundar sem hlotið hafa Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru áberandi í jólabókaflóðinu í ár. 

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum handritum. 

Alls hafa rúmlega sjötíu höfundar hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi fyrir afar fjölbreytt verk og margir þessara höfunda hafa haldið áfram ritferli sínum með góðum árangri. Athygli vekur að í jólabólabókaflóðinu í ár má finna fimmtán  verk höfunda sem sem hlotið hafa Nýræktarstyrki: 

Talandi-steinar-FRAMANGuðmundur Magnússon
Talandi steinar
Útgefandi: Bjartur/Veröld

Ljóðabálkurinn Talandi steinar lýsir dvöl á geðdeild og glímu við erfiðar tilfinningar. Þessi áhrifamikla bók hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2022 og segir í umsögn meðal annars: „Þetta heildstæða verk býr yfir framvindu um leið og hvert ljóð stendur sjálfstætt sem sjónhending inn í tilveru þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.”

052-ANG-Svefngriman-kapa-02Örvar Smárason
Svefngríman
Útgefandi: Angústúra

Átta smásögur sem vega salt á mörkum þess hversdagslega og þess fáránlega. Síðasti kaffibollinn fyrir heimsendi, eðlilegur útlimamissir, úthverfablinda, gervigreindarvinátta, óráð, ímyndun, sambönd og tengslaleysi. Verk sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Uti-bidur-skaldleg-verold

Jakub Stachowiak
Úti bíður skáldleg veröld
Útgefandi: Páskaeyjan

Úti bíður skáldleg veröld er nýjasta ljóðabók Jakub Stachowiak. Jakub hefur komið sem ferskur andvari inn í íslenskan ljóðaheim en á síðasta ári kom út hans fyrsta bók, Næturborgir, sem hlaut mikið lof. Jakub flutti til Íslands frá Póllandi fyrir aðeins sex árum, en í dag hugsar hann, skrifar og yrkir á íslensku. Í ljóðum sínum blæs Jakub lífi í tungumálið og dregur fram ljóðrænar myndir með frumleika, glaðværð og áræðni.

SkurnArndís Lóa Magnúsdóttir
Skurn
Útgefandi: Una útgáfuhús

Ung stúlka stríðir við svefnleysi eftir að tvíburasystir hennar lendir í slysi. Hún reynir að dreifa huganum með því að hugsa um allt sem er kringlótt. Skurn er fíngerð ljóðsaga um aðskilnað og áföll, styrk og viðkvæmni, og eftir stendur spurningin hvort hægt sé að skilja sársauka annarra.

Skuggabru_in-prentforsi_THa(Guðmundur) Ingi Markússon
Skuggabrúin
Útgefandi: Storytel

Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Skuggabrúin er spennuþrungin og heillandi furðusaga ætluð jafnt ungmennum sem fullorðnum og hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2020. 

Gratiana_72Benný Sif Ísleifsdóttir
Gratíana
Útgefandi: Forlagið

Framhald Hansdætra. Framtíðarvonir Gratíönu eru að engu orðnar eftir árin í Bótarbugt en Evlalía móðir hennar er óbuguð enn. Með kænsku kemur hún Gratíönu suður og markar nýja stefnu fyrir þær Ásdísi litlu. En ekki allar mæður komast frá börnunum sínum. Áhrifarík og hjartastyrkjandi skáldsaga um sögupersónur sem lifa áfram með lesandanum.

ManndomurÞorvaldur Sigurbjörn Helgason
Manndómur
Útgefandi: Forlagið

Kraftmikið og áleitið verk um uppvöxt drengs til manns, um ást og sorg og það að sættast við sjálfan sig. Þorvaldur hefur birt sögur og ljóð í bókum og tímaritum og sent frá sér tvær ljóðabækur.

LUNGU_cover-658x1024Pedro Gunnlaugur García
Lungu
Útgefandi: Bjartur/Veröld

Pedro Gunnlaugur Garcia tekst í þessari mögnuðu bók á við áleitnar spurningar sem varða líf og dauða af óvenjulegu hispursleysi, um leið og hann skemmtir lesandanum af einlægri frásagnargleði. Pedro vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lungu er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022. 

Spadomur

Birta Ósmann Þórhallsdóttir
Spádómur fúleggsins
Útgefandi: Skriða 

Spádómur fúleggsins fjallar um að það að nema drauma, að nema tíma fugla, fiska og manna, að nema það sem kemur og hverfur. Spádómur fúleggsins er fyrsta ljóðabókin sem Birtu gefur út ein undir eigin nafni en hún hefur áður birt endurljóðblöndun á Aldnir hafa orðið í bókinni Tímaskekkjur sem nemendur í ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands gáfu út árið 2016, auk þess sem hún hefur gefið út tvo ljóðableðla (2006 og 2010) ásamt Ástríði Tómasdóttur.

Ljosagangur_Isl_bokmennav_Tilnefning-664x1024Dagur Hjartarson
Ljósagangur
Útgefandi: Forlagið

Við Hringbraut fer að heyrast undarlegur niður og smám saman fjölgar dularfullum fyrirbrigðum. Vísindamenn standa á gati. Hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu. Ljóðabækur yfirtaka metsölulistana. Kettir hverfa unnvörpum. Og ástin blómstrar hjá ungu pari í Hlíðunum. Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður  Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Ljósagangur er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022. 

Kollhnis_72_Tiln-666x1024Arndís Þórarinsdóttir
Kollhnís
Útgefandi: Forlagið

Álfur er fimleikastrákur úr Kópavogi, frábær sonur og besti stóri bróðir í heimi. Alveg þangað til mamma og pabbi fá þá flugu í höfuðið að litli bróðir hans sé einhverfur og Álfi dettur í hug að leita uppi Hörpu frænku, fimleikahetjuna sem fór á Ólympíuleika með skammarlegum árangri og enginn í fjölskyldunni talar lengur við. Kollhnís er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022. 

Solrun-500x801Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Sólrún
Útgefandi: Bjartur/Veröld

Sólrún ákveður að láta sig hverfa úr þjónustuíbúð fyrir aldraða og leggur af stað í ferðalag á puttanum. Förinni er heitið í Mývatnssveit en þangað telur hún sig eiga brýnt erindi. Margvíslegt fólk verður á leið hennar og sterkar minningar blandast inn í upplifun hennar, móðurþrá, ást og sekt, og svo dauðinn sem nálgast óðum. 

HuslesturMagnús Sigurðsson
Húslestur
Útgefandi: Dimma

Í bókmenntatextum sem leika á mörkum sannleika og skáldskapar, arfs og umbyltingar, alvöruþunga og „absúrd kómíkur“, er látið reyna á tjáningargetu ritgerðaformsins sem skáldlistar. Viðfangsefni þessara veraldlegu húslestra eru bæði frumleg og fjölbreytt, en bókin ber keim af fyrri verkum höfundar, Tregahandbókinni og Íslenskri lestrarbók. Í fábreytni bændasamfélagsins gat húslesturinn rofið einangrun afdalsins og opnað glugga inn í framandi heima. Með því að leita fanga víða, og gjarnan úr alfaraleið, færir Magnús Sigurðsson þann gamla, íslenska sið til nútímahorfs.

DaudaleitEmil Hjörvar Petersen
Dauðaleit
Útgefandi: Storytel

Rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór rannsakar hvarf stúlku í undirgöngunum í Hamraborg. Hann sér strax að málið er mjög líkt hvarfi besta vinar hans í sömu undirgöngum árið 1994. Vinurinn fannst aldrei og Halldór uppgötvar tengingu á milli ungmennanna tveggja. Skuggar fortíðar ásækja hann og enn á ný sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. 

Farsott_1670510064962Kristín Svava Tómasdóttir
Farsótt - Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
Útgefandi: Sögufélag

Þetta er saga um sjúkdóma, lækningar og tilraunir til að vernda samfélagið gegn sóttum. Þetta er saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Aðalpersónan er þó gamla timburhúsið sem byggt var árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala, geðsjúkrahúsi og seinast gistiskýli fyrir heimilislausa.
Á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs stendur hús sem á sér viðburðaríka sögu. Það var byggt árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala og geðsjúkrahúsi og seinast að gistiskýli fyrir heimilislausa.


Allar fréttir

Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Sölvi Halldórsson - 6. júní, 2024 Fréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 6. júní og var það í 17. sinn sem styrkirnir voru veittir.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir