Nýtt myndband: Íslenskir höfundar tala um íslenskar bókmenntir - á frönsku!

16. desember, 2020

Nú hefur nýju myndbandi verið hleypt af stokkunum sem er gert á frönsku og ætlað til miðlunar og kynningar á frönskumælandi málsvæði. Í því koma fram Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, en þau eru öll frönskumælandi.

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku!

Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði, fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu og íslenskir höfundar ítrekað verið verðlaunaðir fyrir verk sín þar ytra. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut meðal annars Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland (Miss Iceland) í franskri þýðingu Eric Boury.

  • Audur Ava
  • Hallgrimur Helgason
  • Tré að vetri
  • Oddný Eir
  • Klifurgrind
  • Sverrir Norland

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í samvinnu við Íslandsstofu, utanríkisráðuneytið og fleiri framleitt myndbönd með íslenskum höfundum sem birtir sjónarhorn á hugarheim þeirra, með það að markmiði að færa þá nær lesendum sínum og vera um leið spegill á það samfélag sem höfundarverk þeirra er sprottið úr.

Framleiðandi myndbandsins er Republik og leikstjóri Lárus Jónsson.
Myndbandið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, íslensku sendiráðanna í París og Brussel, Íslandsstofu og Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

https://www.youtube.com/watch?v=PVEQ_DE7MEI


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir