Opið er fyrir umsóknir um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði
Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 17. mars 2025.
Útgáfustyrkir eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. Sjá nánar hér.
Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir, fræðirit og bækur fyrir börn og ungmenni. Sjá nánar hér.
Barna- og ungmennabókasjóðurinn Auður. Veittir eru styrkir til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Tilgangurinn er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka fyrir yngri lesendur. Sjá nánar hér.