Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!

21. desember, 2020

Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndhöfundur, rithöfundur og tónlistarkona gerði myndina í jólakortið að beiðni Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er róið á árabátum milli landa með bækur um borð og myndin endurspeglar á fallegan hátt eitt af hlutverkum miðstöðvarinnar; að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. 

Gleðilega hátíð!


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir