Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!

21. desember, 2020

Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndhöfundur, rithöfundur og tónlistarkona gerði myndina í jólakortið að beiðni Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er róið á árabátum milli landa með bækur um borð og myndin endurspeglar á fallegan hátt eitt af hlutverkum miðstöðvarinnar; að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. 

Gleðilega hátíð!


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir