Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!

21. desember, 2020

Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndhöfundur, rithöfundur og tónlistarkona gerði myndina í jólakortið að beiðni Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er róið á árabátum milli landa með bækur um borð og myndin endurspeglar á fallegan hátt eitt af hlutverkum miðstöðvarinnar; að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. 

Gleðilega hátíð!


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir