Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári!

21. desember, 2020 Fréttir

Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndhöfundur, rithöfundur og tónlistarkona gerði myndina í jólakortið að beiðni Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er róið á árabátum milli landa með bækur um borð og myndin endurspeglar á fallegan hátt eitt af hlutverkum miðstöðvarinnar; að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. 

Gleðilega hátíð!


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 1. júlí, 2021 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 3. ágúst.

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn! - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

Allar fréttir