Rán Flygenring og Eldgos hlutu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023

3. nóvember, 2023

Í rökstuðningi dómefndarinnar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óhamin náttúra hafi á fólk og að mynd og texti fléttist listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.

  • Ran


Rithöfundurinn og teiknarinn Rán Flygenring hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabókina Eldgos sem Angústúra gaf út. Rán hlaut verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur (6 m. ískr.)

Í rök­stuðningi dóm­efnd­ar­inn­ar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óham­in nátt­úra hafi á fólk og að mynd og texti flétt­ist listi­lega sam­an í fjör­uga og spreng­hlægi­lega sögu.

Þetta var í tíunda sinn að barna-og ung­linga­bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs voru veitt en rit­höf­und­ur­inn Arn­ar Már Arn­gríms­son hlaut þau árið 2016 fyr­ir skáld­sög­una Sölvasaga ung­lings. 


Allar fréttir

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir