Rán Flygenring og Eldgos hlutu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023

3. nóvember, 2023

Í rökstuðningi dómefndarinnar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óhamin náttúra hafi á fólk og að mynd og texti fléttist listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.

  • Ran


Rithöfundurinn og teiknarinn Rán Flygenring hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabókina Eldgos sem Angústúra gaf út. Rán hlaut verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur (6 m. ískr.)

Í rök­stuðningi dóm­efnd­ar­inn­ar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óham­in nátt­úra hafi á fólk og að mynd og texti flétt­ist listi­lega sam­an í fjör­uga og spreng­hlægi­lega sögu.

Þetta var í tíunda sinn að barna-og ung­linga­bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs voru veitt en rit­höf­und­ur­inn Arn­ar Már Arn­gríms­son hlaut þau árið 2016 fyr­ir skáld­sög­una Sölvasaga ung­lings. 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 - 1. desember, 2023 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 voru kynntar 1. desember í Eddu.

Nánar

Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur. - 30. nóvember, 2023 Fréttir

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17% - 16. nóvember, 2023 Fréttir

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar

Allar fréttir