Rán Flygenring og Eldgos hlutu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023

3. nóvember, 2023

Í rökstuðningi dómefndarinnar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óhamin náttúra hafi á fólk og að mynd og texti fléttist listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.

  • Ran


Rithöfundurinn og teiknarinn Rán Flygenring hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabókina Eldgos sem Angústúra gaf út. Rán hlaut verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur (6 m. ískr.)

Í rök­stuðningi dóm­efnd­ar­inn­ar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óham­in nátt­úra hafi á fólk og að mynd og texti flétt­ist listi­lega sam­an í fjör­uga og spreng­hlægi­lega sögu.

Þetta var í tíunda sinn að barna-og ung­linga­bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs voru veitt en rit­höf­und­ur­inn Arn­ar Már Arn­gríms­son hlaut þau árið 2016 fyr­ir skáld­sög­una Sölvasaga ung­lings. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 28. júní, 2024 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 1. ágúst.

Nánar

Íslenskar bókmenntir gera það gott í Danmörku - 19. júní, 2024 Fréttir

Verk eftir Sigríðu Hagalín Björnsdóttur, Gyrði Elíasson, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og fleiri eru nýkomin út í Danmörku.

Nánar

Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðunni - 21. júní, 2024 Fréttir

Hægt er að finna allar þýðingar íslenskra verka á erlendar tungur í ítarlegri þýðingaskrá Landsbókasafnsins. 

Nánar

Allar fréttir