Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur.

30. nóvember, 2023

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

  • IMG_8838
  • Lilja-Sig

  • IMG_8861

  • IMG_8869

  • Yrsa_1701168781708

  • Ragnar-jonasson_1701168781712

  • IMG_8772


Ísland var í öndvegi á norrænu menningarhátíðinni Festival les Boréales í Normandí sem haldin var frá 15. til 26. nóvember. Fjöldi íslenskra listamanna kom fram á hátíðinni, þ. á m. rithöfundarnir Fríða Ísberg, Halldór Armand Ásgeirsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Torfi Túliníus, Guðmundur Felix Grétarsson, Nína Björk Jónsdóttir, Edda Magnus, Örvar Þóreyjarson Smárason, Sigrún Pálsdóttir og Lilja Sigurðardóttir.

Auk þess var íslensk tónlist, kvikmyndir, myndlist og margt fleira á dagskránni. Les Boréales hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að kynna íslenskar bókmenntir í Frakklandi og íslenskudeild háskólans í Caen hefur menntað flesta þá frönsku þýðendur sem gegna nú lykilhlutverki í vinsældum íslenskra bókmennta í Frakklandi eins og Eric Boury, Jean-Christophe Salaün, Hadrien Chalard og fleiri.


  • IMG_8703

  • IMG_8760_1701169402971

  • IMG_8862

  • IMG_8810

  • IMG_8712

  • IMG_8713

Viðtökurnar voru hreint út sagt frábærar, fullt útúr dyrum á alla viðburði og mikil ánægja með höfundana. Þýðendurnir öflugu túlkuðu jafnóðum úr íslensku á frönsku ef þurfti, því Frakkarnir  vilja gjarnan heyra íslenskuna og fá svo þýtt á frönsku. 

Les Boréales er haldin árlega í nóvember og á næsta ári verður Finnland í heiðurssæti.

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir