Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur.

30. nóvember, 2023

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

  • IMG_8838
  • Lilja-Sig

  • IMG_8861

  • IMG_8869

  • Yrsa_1701168781708

  • Ragnar-jonasson_1701168781712

  • IMG_8772


Ísland var í öndvegi á norrænu menningarhátíðinni Festival les Boréales í Normandí sem haldin var frá 15. til 26. nóvember. Fjöldi íslenskra listamanna kom fram á hátíðinni, þ. á m. rithöfundarnir Fríða Ísberg, Halldór Armand Ásgeirsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Torfi Túliníus, Guðmundur Felix Grétarsson, Nína Björk Jónsdóttir, Edda Magnus, Örvar Þóreyjarson Smárason, Sigrún Pálsdóttir og Lilja Sigurðardóttir.

Auk þess var íslensk tónlist, kvikmyndir, myndlist og margt fleira á dagskránni. Les Boréales hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að kynna íslenskar bókmenntir í Frakklandi og íslenskudeild háskólans í Caen hefur menntað flesta þá frönsku þýðendur sem gegna nú lykilhlutverki í vinsældum íslenskra bókmennta í Frakklandi eins og Eric Boury, Jean-Christophe Salaün, Hadrien Chalard og fleiri.


  • IMG_8703

  • IMG_8760_1701169402971

  • IMG_8862

  • IMG_8810

  • IMG_8712

  • IMG_8713

Viðtökurnar voru hreint út sagt frábærar, fullt útúr dyrum á alla viðburði og mikil ánægja með höfundana. Þýðendurnir öflugu túlkuðu jafnóðum úr íslensku á frönsku ef þurfti, því Frakkarnir  vilja gjarnan heyra íslenskuna og fá svo þýtt á frönsku. 

Les Boréales er haldin árlega í nóvember og á næsta ári verður Finnland í heiðurssæti.

 


Allar fréttir

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir