Ríflega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra - seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2016

Að þessu sinni var úthlutað 10.3 milljónum króna í 31 styrk til þýðinga á íslensku. Verk eftir Charles Dickens, Elenu Ferrante, Vladimir Nabokov, Max Frisch og Juan Gabriel Vásquez og marga fleiri. Þýtt verður úr tíu tungumálum 

14. desember, 2016

Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, seinni úthlutun 2016, en umsóknarfrestur rann út 15. nóvember síðastliðinn.

Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

  • A Tale of Two Cities (enska) eftir Charles Dickens í þýðingu Þórdísar Bachmann. Útgefandi: Ugla útgáfa.
  • Storia della bambina per duta (ítalska) eftir Elenu Ferrante í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Útgefandi: Bjartur.
  • El guardián invisible (spænska) eftir Dolores Redondo í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Útgefandi: Angústúra.
  • Daha (tyrkneska/þýtt úr frönsku) eftir Hakan Gunday í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
  • Cantik Itu Luka (indónesíska/þýtt úr ensku) eftir Eka Kurniawan í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Útgefandi: Forlagið.
  • Walden (enska) eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Útgefandi: Dimma.
  • Tapper Twins Tear up New York (enska) eftir Geoff Rodkey í þýðingu Hilmars Arnar Óskarssonar. Útgefandi: Bókabeitan.

 

Á árinu 2016 bárust samtals 67 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Heildarúthlutun á árinu var tæplega 18 milljónir króna til 49 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku, í mars og nóvember. Heildarfjöldi umsókna um þýðingastyrki á árinu 2015 var 41 og því nemur fjölgun umsókna um sextíu og þremur prósentum á ársgrundvelli.

Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2016 (mars og nóvember) má finna hér.

David-WalliamsDavid Walliams
DoloresDolores Redondo
 DickensCharles Dickens  MalalaMalala Yousafzai  
McEwanIan McEwan EkaEka Kurniawan Elisabeth_of_BohemiaElísabet frá Bæheimi Gunday Hakan Gunday


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir