Rithöfundarnir Jón Kalman, Yrsa og Áslaug koma fram á bókamessunni í Gautaborg í haust

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 27.-30. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess

14. júní, 2018

  • Stelpur-skoda-kort-a-bas

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 27.-30. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á þessari stærstu og fjölsóttustu bókamessu á Norðurlöndunum.

Jon-kalman-colHöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Áslaug Jónsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir koma fram í mörgum og mismunandi viðburðum á aðaldagskrá hátíðarinnar, þar sem fjallað verður meðal annars um kjarnann í skáldskapnum, glæpasögur, þýðingar, myndskreytingar og fleira.

Yrsa_1537281838973Þemu ársins eru virðing (respekt), myndir (bild) og miðlun og tjáning (mediafrågor) og í á er glæpasagnahátíðin, Crimetime, í fyrsta sinn hluti af bókamessunni í Gautaborg.

Hér má sjá heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta skipuleggur þátttöku íslensku höfundanna í samstarfi við stjórnendur Bókamessunnar. Jafnframt er miðstöðin með bás á messunni þar sem bækur íslenskra höfunda verða kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn. Og Félag íslenskra bókaútgefenda annast bóksöluna þar.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir