Skemmtilegt og fróðlegt spjall við átta íslenska höfunda – og einn bóksala!

Andri Snær Magnason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Lilja Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sjón, Yrsa Sigurðardóttir og Óttarr Proppé ræða um bókmenntir.

9. desember, 2020

Thomas Böhm ræddi við nokkra íslenska höfunda bóka sem hafa verið gefnar út í þýskumælandi löndum á þessu ári um bækurnar, jólabókaflóðið og fleira skemmtilegt. Thomas var staddur í Berlín en höfundarnir á Íslandi.

Thomas-Bohm_1607941286951Thomas Böhm 

Sendiráð Íslands í Berlín, í samstarfi við Íslandsstofu og Miðstöð íslenskra bókmennta, bauð til stafræns íslensks bókmenntakvölds mánudaginn 7. desember. Átta íslenskir höfundar töluðu þar við Thomas Böhm um ritstörfin og bækur sínar sem komu út í þýskri þýðingu á árinu, jólabókaflóðið og margt fleira áhugavert. Thomas er vel kunnugur íslenskum höfundum og bókmenntum en hann var þýskur bókmenntaráðunautur þegar Ísland var heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt árið 2011.  

Lilja-Sigurdard.-og-Thomas-BohmRagnar-Jonasson-og-Thomas-BohmHöfundarnir sem eiga nýjar bækur í þýðingum, og Thomas ræddi við, eru þau Andri Snær Magnason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Lilja Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sjón og Yrsa Sigurðardóttir. Auk þeirra hafa bækur eftir Arnald Indriðason og Bergsvein Birgisson verið gefnar út á þýsku á þessu ári og fleiri eru væntanlegar. Thomas tekur einnig bóksalann Óttarr Proppé tali sem segir m.a. frá íslenska jólabókaflóðinu og skemmtilegri stemningu í bókabúðum fyrir jólin.

Óttarr Proppé

Óttarr Proppé

Hér neðar má horfa á viðburðinn í heild en hann gerði mikla lukku og fór áhorf fram úr björtustu vonum. Rúmlega 2200 manns hafa þegar horft, flestir í Þýskalandi, en áhorf mældist víða um heim s.s. í Bandaríkjunum, Austurríki, Sviss, Belgíu, Bretlandi og á Norðurlöndunum svo einhver lönd séu nefnd. Dagskráin fer fram á ensku og þýsku.

https://vimeo.com/487300843?fbclid=IwAR0CaKrCCGp3MAPk4JSPX33J_5cN7P1E30EEL0zKzmS4twIeLqf9pirzlUk


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir