Styrkir til þýðinga á íslensku; ferskar samtímabókmenntir, barna- og ungmennabækur og klassísk verk hljóta styrki

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 24,2 milljón króna í 64 þýðingastyrki á árinu 2021. Í seinni úthlutun ársins voru 11,7 milljónir veittar til 28 væntanlegra þýðinga á íslensku en 43 umsóknir bárust.

3. janúar, 2022

Verk eftir höfundana Jean-Jacques Rousseau, Colson Whitehead, Virginiu Woolf, Rachel Cusk, Primo Levi, Sally Rooney og Mariönu Enriquez auk fjölda annarra hlutu styrki. 

Margvísleg verk hlutu styrki að þessu sinni og verða gefin út á komandi misserum hjá íslenskum forlögum. Verkin koma úr ýmsum áttum og eru þýdd úr ensku, frönsku, arabísku, spænsku, litháísku, þýsku, japönsku, ítölsku og pólsku.

Klassísk verk og ný samtímaverk, auk ljóðabóka, unglingabóka og myndríkra barnabóka eru meðal þeirra verka sem hljóta styrki. Að þessu sinni eru flest verkin þýdd úr ensku.

Játningar heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau hlutu hæsta styrk að þessu sinni, 1,5 milljón króna. Ritið er meðal áhrifamestu rita heimsbókmenntanna og hafði mikil áhrif á þróun sjálfsævisögunnar sem bókmenntagrein. Verkið kemur út hjá Forlaginu í þýðingu Péturs Gunnarssonar og er þýtt úr frönsku.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

  • The Underground Railroad eftir Colson Whitehead. Þýðandi: Óskar Árnason. Útgefandi: Bjartur.
  • Sense and Sensibility eftir Jane Austen. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Forlagið.
  • A Passage to India eftir E.M. Forster. Þýðandi: Hjalti Þorleifsson. Útgefandi: Ugla útgáfa.
  • Las cosas que perdimos en el fuego eftir Mariana Enríquez. Þýðandi: Jón Hallur Stefánsson. Útgefandi: Angústúra.
  • Scandar and the Unicorn Thief eftir A.F. Steadman. Þýðandi: Ingunn Snædal. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
  • Beautiful World, Where Are You eftir Sally Rooney. Þýðandi: Ingunn Snædal. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
  • Þroskasaga Haís Ibn Jaqzan eftir Ibn Túfaíl. Þýðandi: Eyjólfur Kjalar Emilsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • The Screaming Staircase eftir Jonathan Stroud. Þýðandi: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Kver bókaútgáfa.
  • Lietuviai prie Laptevų jūros eftir Dalia Grinkevičiūtė. Þýðendur: Geir Sigurðsson og Vilma Kinderyte. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
  • Der Reisende eftir Ulrich Alexander Boschwitz. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: DIMMA.

Hægt er að nálgast heildarlista yfir styrkúthlutanir ársins 2021 hér og fyrri ára hér.




Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir