Styrkir til þýðinga á íslensku úr frönsku, þýsku, ítölsku, ensku, rússnesku, spænsku og katalónsku

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmum 8 milljónum króna í 24 styrki til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins 2020.

8. desember, 2020 Fréttir

Verk eftir höfundana Peter Handke, Svetlönu Alexievich, Leilu Slimani, Colson Whitehead, Sergei Dovlatov, Bernardine Evaristo og marga fleiri hlutu styrki.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr erlendum málum tvisvar á ári og úthlutaði rúmri 21 milljón króna í 59 þýðingastyrki á árinu 2020. Alls bárust á árinu 97 umsóknir sem er mesti fjöldi umsókna í þessum flokki í 12 ár, eða frá árinu 2008, þegar jafnmargar umsóknir bárust.

Í síðari úthlutun ársins, í nóvember 2020, var rúmum 8 milljónum króna úthlutað í 24 styrki til þýðinga á íslensku. Alls bárust 47 umsóknir og sótt var um rúmar 45 milljónir króna.

Það kennir ýmissa grasa meðal verka sem hlutu styrki og von er á fjölbreyttri útgáfu íslenskra þýðinga á næstunni fyrir alla aldurshópa. Þýtt verður úr ensku, frönsku, rússnesku, katalónsku, ítölsku, spænsku og þýsku og eiga lesendur því von á spennandi bókum á íslensku víða að.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

 • Чернобыльская молитва (Tsjernóbyl-bænin), höfundur Svetlana Alexievich. Þýðandi er Gunnar Þorri Pétursson og útgefandi Angústúra.
 • Girl, Woman, Other eftir Bernardine Evaristo í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Útgefandi: Forlagið
 • The Nickel Boys eftir Colson Whitehead. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur.
 • Resto Qui eftir Marco Balzano. Þýðandi er Halla Kjartansdóttir og Drápa gefur út.
 • Der kurze Brief zum langen Abschied eftir Peter Handke í þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi er Ugla.
 • Culottées eftir Pénélope Bagieu. Þýðandi er Sverrir Norland og útgefandi AM-forlag.
 • Úrval úr verkum Zínaídu Gippíus. Þýðandi er Freyja Eilíf og útgefandi Skriða bókaútgáfa.
 • The Thing Around Your Neck eftir Chimamanda Ngozi Adichie í þýðingu Janusar Christiansen. Útgefandi er Una útgáfuhús.
 • Tsjemodan eftir Sergei Dovlatov. Þýðandi erÁslaug Agnarsdóttir og útgefandi Dimma.
 • Sexe et mensonges - La vie sexuelle au Maroc eftir Leilu Slimani. Þýðandi er Irma Erlingsdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Myndríkar barna- og ungmennabækur 

 • Wie der Wahnsinn mir die Welt erklärte eftir Dita Zipfel & Rán Flygenring. Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir og útgefandi Angústúra.
 • The Giraffe and the Pelly and Me eftir Roald Dahl & Quentin Blake. Þýðandi er Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, útgefandi Kver bókaútgáfa.
 • Mr. Stynk eftir David Walliams & Quentin Blake í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útgefandi er Bf-útgáfa
 • The Most Magnificent Thing eftir Ashley Spires. Þýðandi er Hugrún Margrét Óladóttir og útgefandi Oran books.

Heildarúthlutun á árinu 2020 til þýðinga á íslensku var rúm 21 milljón króna til 59 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember.

Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2020 sem og fyrri ár, má finna hér. 


Allar fréttir

NordLit, samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, héldu samstarfsfund 13. og 14. janúar - 18. janúar, 2021 Fréttir

Haldinn er einn sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna. Í ár stóð til að hittast í Kaupmannahöfn en vegna aðstæðna var fundurinn rafrænn.

Nánar

Nýlegar þýðingar íslenskra verka á ýmis tungumál - 6. janúar, 2021 Fréttir

Reglulega berast Miðstöð íslenskra bókmennta bækur sem hlotið hafa styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Hér má sjá fjölbreytt úrval bókakápa nýlegra þýðinga. Bækurnar eru aðgengilegar og til útláns í Þjóðarbókhlöðunni.

Nánar

Nýja franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta! - 18. janúar, 2021 Fréttir

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

Nánar

Allar fréttir