Styrkir veittir til þýðinga á íslensku - seinni úthlutun ársins 2024

21 verk hlýtur styrk til þýðinga á íslensku í þessari síðari úthlutun ársins.

11. desember, 2024

Á árinu 2024 bárust samtals 72 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 48 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum; 8,8 mkr króna til 27 þýðingaverkefna í fyrri úthlutun ársins og 8,3 mkr til 21 verks í þeirri síðari.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku tvisvar á ári og eru styrkirnir veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýðinga á myndríkum barnabókum. 

Í seinni úthlutun ársins voru veittar 8,3 milljónir króna til 21 verks. Umsóknir voru 35. 

Fjölbreytt verk voru styrkt að þessu sinni og má þar nefna verk eftir höfunda á borð við Sally Rooney, Anne Carson, Shirley Jackson, Claire Keegan og Abdulrazak Gurnah.  

Þýtt er úr ensku, spænsku, ítölsku, portúgölsku, þýsku og japönsku og meðal þýðenda eru Helga Soffía Einarsdóttir, Gyrðir Elíasson, Árni Óskarsson, Ófeigur Sigurðsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson og Jón Erlendsson. 

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun:

The Lonesome Bodybuilder eftir Yukiko Motya. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Angústúra.

Intermezzo eftir Sally Rooney. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Forlagið

Don Juan eftir Lord Byron. Þýðandi: Jón Erlendsson. Útgefandi: Sögur útgáfa

L'Allegria eftir Giuseppe Ungaretti. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: DIMMA

Cloud Atlas eftir David Mitchell. Þýðandi: Helgi Ingólfsson. Útgefandi: Ugla útgáfa 

The Angel Tree eftir Lucindu Riley. Þýðandi: Herdís Magnea Hubner. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Hægt er að sjá allar úthlutanir hér

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða. Sjá nánar hér.



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir