Styrkir til þýðinga á íslensku úr þýsku, ensku, rússnesku, frönsku, ítölsku, spænsku og fleiri málum

Verk eftir höfundana Yoko Tawada, Domenico Starnone, Elif Shafak, Maurice Sendak, Bobbie Peers, David Walliams, Gertrude Stein, Alejandro Palomas og marga fleiri hlutu styrki að þessu sinni.

13. desember, 2019 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmum 11 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins 2019. Þar af hljóta 11 bækur fyrir börn og ungmenni styrk.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr erlendum málum tvisvar á ári og úthlutaði rúmri 21 milljón króna í 54 þýðingastyrki á árinu 2019. Þar af er 21 styrkur vegna þýðinga barna- og ungmennabóka. 

Í síðari úthlutun ársins 2019 var rúmum 11 milljónum króna úthlutað í 27 styrki til þýðinga á íslensku. Þar af hlutu 11 verk fyrir börn og ungmenni styrk. Alls bárust 43 umsóknir og sótt var um tæpar 36 milljónir króna. 

Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreytt og þar má sjá meðal annars skáldsögur, ljóð, myndríkar barna- og ungmennabækur, heimspekirit, endurminningar og fræðitexta, jafnt nútímabókmenntir og sígild verk sem þýða á úr þýsku, ensku, rússnesku, frönsku, ítölsku, spænsku og fleiri tungumálum. 

Þýðendur opna glugga til framandi menningarheima

Hlutverk þýðenda erlendra bókmennta á íslensku er afar mikilvægt því þeir gera lesendum kleift að lesa erlendar bækur á íslensku og opna þannig glugga til annarra menningarheima. Þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru flestir þaulreyndir og hafa margir hlotið verðlaun og viðurkenningar. Það eru því spennandi tímar í vændum fyrir íslenska lesendur.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

 • Kentoshi eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Útgefandi: Angústúra
 • Un Perro eftir Alejandro Palomas í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Útgefandi: Drápa
 • 10 Minutes and 38 Seconds in this Strange World eftir Elif Shafak í þýðingu Nönnu B. Þórsdóttur. Útgefandi: Forlagið

 

 • Az ajtó eftir Magda Szabó í þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur. Útgefandi: DIMMA
 • Scherzetto eftir Domenico Starnone, þýðandi Halla Kjartansdóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
 • The Autobiography of Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein. Þýðandi: Tinna Björk Ómarsdóttir. Útgefandi: Una útgáfuhús 
 • Smásögur heimsins V. bindi: Evrópa eftir ýmsa. Þýðendur: Sigrún Á. Eiríksdóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Ásdís Rósa Magnúsdóttir o.fl. Ritstjórar: Kristín G. Jónsdóttir, Jón Karl Helgason og Rúnar Helgi Vignisson. Útgefandi: Bjartur
 • Die Aufzeichnungen des Malte Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Í flokki barna- og ungmennabóka:

 • Where the Wild Things Are eftir Maurice Sendak. Þýðandi: Sverrir Norland. Útgefandi: AM-forlag
 • I, Cosmo eftir Carlie Sorosiak. Þýðandi: Marta Hlín Magnadóttir. Útgefandi: Bókabeitan
 • William Wenton & Kryptalporten eftir Bobbie Peers í þýðingu Ingunnar Snædal. Útgefandi: Bjartur
 • Batman eftir Grant Morrisson, Mark Millar, Scott Snyder, Mike Martz ofl. Þýðandi: Pétur Yngvi Leósson. Útgefandi: Nexus
 • Billionarie Boy eftir David Walliams og myndhöfundur er Tony Ross. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Útgefandi: BF-útgáfa 

Heildarúthlutun á árinu 2019 til þýðinga á íslensku var rúm 21 milljón króna til 54 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember. 

Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2019 sem og fyrri ár, má finna hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu  - 1. júlí, 2020 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 4. ágúst.

Nánar

Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál - 24. júní, 2020 Fréttir

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir - 4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

Allar fréttir