Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta haldið 24. og 25. apríl

Að þessu sinni var sjónum beint að rómönskum og slavneskum málum og um 20 þátttakendur komu frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Tékklandi, Serbíu, Króatíu og Póllandi eða eru búsett hér á landi.

11. apríl, 2023

Styrkja þarf tengslin og fjölga þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál og þar gegna þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta mikilvægu hlutverki.

  • Hópurinn samankominn, þýðendurnir og skipuleggjendur þingsins

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 24.-26. apríl 2023.  Miðstöðin hefur haldið sambærileg þing annað hvert ár frá árinu 2017 og hafa þau ótvírætt sannað gildi sitt, enda nauðsynleg til að viðhalda og efla þýðingar úr íslensku á önnur tungumál.

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og vaxandi eins og sjá má af þeim fjölda íslenskra rithöfunda sem eiga bækur í erlendum þýðingum. Til að mæta þörfinni er nauðsynlegt að fjölga þýðendum á erlend mál og þar gegna þýðendaþing mjög mikilvægu hlutverki.

Að þessu sinni verður sjónum beint að rómönskum og slavneskum málum og um 20 þátttakendur koma frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Tékklandi, Serbíu, Króatíu og Póllandi eða eru búsett hér á landi. Öll eiga þau það sameiginlegt að þýða beint úr íslensku á sitt móðurmál.

Markmið með þýðendaþingi á Íslandi er að hvetja til dáða þau sem vinna nú þegar við þýðingar og auðvelda þeim að komast í snertingu við íslenskar bækur og menningu á líðandi stund, sem og að fá nýtt fólk til starfans; hagnýtt gildi og hvatning í senn. 

Boðið var reyndum og óreyndum þýðendum í bland. Dagskrá þingsins var sett saman af vinnustofum, fyrirlestrum, kynningum á íslenskri menningu, tungu, bókmenntum og fleiru.

  • IMG_5330

  • IMG_7954
  • IMG_7923
  • IMG_5386
  • IMG_7917
  • IMG_5334
  • IMG_7898
  • IMG_5377

  • IMG_7953

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur samstarf við fjölda aðila og stofnana innan bókmenntageirans, sem málið varðar og eru einhuga um mikilvægi svona þings, þar má nefna Árnastofnun, Félag íslenskra bókaútgefenda, Bandalag þýðenda og túlka, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Reykjavík Bókmenntaborg Unesco og Rithöfundasambandið. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir