Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum og fjölga þarf þýðendum

Þýðendaþing í Norwich og Biskops Arnö

3. apríl, 2017

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis mikill og vaxandi

Árið 2016 veitti Miðstöð íslenskra bókmennta þýðingastyrki til 92 þýðinga úr íslensku á 28 tungumál og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er greinilega mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þýðendaþing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Fyrirhugað er einnig þýðendaþing í Reykjavík á haustdögum á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta í víðtæku samstarfi við stofnanir og samtök innan bókmenntageirans, en þar koma saman þýðendur íslenskra bókmennta á fjölda tungumála. Frekari fréttir af þinginu berast innan tíðar sem og fleiru sem snýr að eflingu þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál.

Þýðendaþing í Biskops Arnö fyrir þýðendur á sænsku

Tveggja daga þing fyrir framtíðarþýðendur íslenskra bókmennta á sænsku var haldið í Biskops Arnö, lýðháskóla á eyju skammt frá Stokkhólmi, dagana 30. - 31. mars. Sár þörf er á þýðendum á sænsku og var þingið skipulagt af Íslenska sendiherranum í Svíþjóð, Estrid Brekkan, og John Swedenmark, einum ötulasta þýðanda íslenskra bókmennta á sænsku.

Þýðendur úr Norðurlandamálum á ensku hittast í Norwich

NordLit, bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna, stendur að þýðendaþingi sem fram fer í Norwich á Englandi í maí næstkomandi. Þangað er boðið þýðendum úr öllum Norðurlandamálunum á ensku og verður áherslan á norrænar barna- og ungmennabókmenntir. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir