Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum og fjölga þarf þýðendum

Þýðendaþing í Norwich og Biskops Arnö

3. apríl, 2017

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis mikill og vaxandi

Árið 2016 veitti Miðstöð íslenskra bókmennta þýðingastyrki til 92 þýðinga úr íslensku á 28 tungumál og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er greinilega mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þýðendaþing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Fyrirhugað er einnig þýðendaþing í Reykjavík á haustdögum á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta í víðtæku samstarfi við stofnanir og samtök innan bókmenntageirans, en þar koma saman þýðendur íslenskra bókmennta á fjölda tungumála. Frekari fréttir af þinginu berast innan tíðar sem og fleiru sem snýr að eflingu þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál.

Þýðendaþing í Biskops Arnö fyrir þýðendur á sænsku

Tveggja daga þing fyrir framtíðarþýðendur íslenskra bókmennta á sænsku var haldið í Biskops Arnö, lýðháskóla á eyju skammt frá Stokkhólmi, dagana 30. - 31. mars. Sár þörf er á þýðendum á sænsku og var þingið skipulagt af Íslenska sendiherranum í Svíþjóð, Estrid Brekkan, og John Swedenmark, einum ötulasta þýðanda íslenskra bókmennta á sænsku.

Þýðendur úr Norðurlandamálum á ensku hittast í Norwich

NordLit, bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna, stendur að þýðendaþingi sem fram fer í Norwich á Englandi í maí næstkomandi. Þangað er boðið þýðendum úr öllum Norðurlandamálunum á ensku og verður áherslan á norrænar barna- og ungmennabókmenntir. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir