Þýðendaþing með norrænum þýðendum íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta stóð fyrir þýðendaþingi 30. og 31. mars.

26. apríl, 2022

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta fór fram dagana 30. og 31. mars sl. en það var helgað þýðendum á norræn mál að þessu sinni og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. 

  • Hopurinn
    Hópurinn sem tók þátt í þinginu ásamt skipuleggjendum.

Þýðendur hitta kollega frá öllum Norðurlöndunum í Reykjavík

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta fór fram dagana 30. og 31. mars sl. en það var helgað þýðendum á norræn mál að þessu sinni og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. Flutt voru erindi og líflegar umræður fóru fram um allar mögulegar hliðar þýðingastarfsins og tungumálsins.

IMG_7671

IMG_7649

Erindi, vinnustofur og upplestur. 

Á þinginu fengu þýðendurnir tækifæri til að hitta kollega sína frá Norðurlöndunum og auk þess hittu þeir íslenska höfunda, fræðimenn, útgefendur og fleiri sem láta sig íslenskar bókmenntir varða. Jafnframt voru haldnar vinnustofur þar sem þýðendur glímdu við að þýða og velta fyrir sér íslenskum textum af ýmsum toga. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur var meðal gesta, einnig Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi og Gísli Magnússon prófessor. Ljóðskáldin Brynja Hjálmsdóttir og Brynjólfur Þorsteinsson lásu upp ljóð fyrir hópinn og fleira.

Hopur-med-audi-ovu

Markmiðinu náð.

Þátttakendur voru einróma um að þessir tveir dagar hefðu verið afar gagnlegir og skemmtilegir og þingið hafi reynst vera frábær vettvangur fyrir norræna þýðendur íslenskra bókmennta til að hvetja þá til frekari dáða og efla tengslin sín á milli og við íslenskar bókmenntir og landið - og því má segja að markmiði Miðstöðvar íslenskra bókmennta með þinghaldinu hafi verið náð og vonandi verður ekki langt að bíða næsta þýðendaþings. Styrktaraðilar voru Félag bókaútgefenda, Rithöfundasamband Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.







Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir