Þýðendaþing með norrænum þýðendum íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta stóð fyrir þýðendaþingi 30. og 31. mars.

26. apríl, 2022

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta fór fram dagana 30. og 31. mars sl. en það var helgað þýðendum á norræn mál að þessu sinni og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. 

  • Hopurinn
    Hópurinn sem tók þátt í þinginu ásamt skipuleggjendum.

Þýðendur hitta kollega frá öllum Norðurlöndunum í Reykjavík

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta fór fram dagana 30. og 31. mars sl. en það var helgað þýðendum á norræn mál að þessu sinni og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. Flutt voru erindi og líflegar umræður fóru fram um allar mögulegar hliðar þýðingastarfsins og tungumálsins.

IMG_7671

IMG_7649

Erindi, vinnustofur og upplestur. 

Á þinginu fengu þýðendurnir tækifæri til að hitta kollega sína frá Norðurlöndunum og auk þess hittu þeir íslenska höfunda, fræðimenn, útgefendur og fleiri sem láta sig íslenskar bókmenntir varða. Jafnframt voru haldnar vinnustofur þar sem þýðendur glímdu við að þýða og velta fyrir sér íslenskum textum af ýmsum toga. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur var meðal gesta, einnig Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi og Gísli Magnússon prófessor. Ljóðskáldin Brynja Hjálmsdóttir og Brynjólfur Þorsteinsson lásu upp ljóð fyrir hópinn og fleira.

Hopur-med-audi-ovu

Markmiðinu náð.

Þátttakendur voru einróma um að þessir tveir dagar hefðu verið afar gagnlegir og skemmtilegir og þingið hafi reynst vera frábær vettvangur fyrir norræna þýðendur íslenskra bókmennta til að hvetja þá til frekari dáða og efla tengslin sín á milli og við íslenskar bókmenntir og landið - og því má segja að markmiði Miðstöðvar íslenskra bókmennta með þinghaldinu hafi verið náð og vonandi verður ekki langt að bíða næsta þýðendaþings. Styrktaraðilar voru Félag bókaútgefenda, Rithöfundasamband Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.







Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir