Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2017

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað útgáfustyrkjum samtals að upphæð 23.5 millj.kr. til 45 verka. Alls barst 101 umsókn frá 56 umsækjendum og sótt var um tæpar 89 millj.kr.

10. maí, 2017

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað útgáfustyrkjum samtals að upphæð 23.5 millj.kr. til 45 verka. Alls barst 101 umsókn frá 56 umsækjendum og sótt var um tæpar 89 millj.kr.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2017 en umsóknarfrestur rann út 15. mars. 

 

Útgáfustyrkjum er úthlutað einu sinni á ári og þeim er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka. Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru af ýmsum toga; fræðirit, handbækur, skáldverk og heimildarrit þar sem fjallað er um náttúru Íslands, menningu, tungu, þjóðfræði, listamenn og margt fleira. 

Meðal þeirra verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

  • Segulbönd Iðunnar í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Útgefandi: Kvæðamannafélagið Iðunn.  
  • Skipulagssaga Íslands eftir Harald Sigurðsson. Útgefandi: Crymogea ehf.   
  • Íslensk smádýr á landi - Skordýr og önnur liðdýr, sniglar og liðormar eftir Erling Ólafsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna.
  • Síldarævintýrið (vinnuheiti) eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Útgefandi: Forlagið.     
  • Leitin að klaustrunum. Íslenskt klaustratal eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Útgefandi: Sögufélag.
  • Ásmundur Sveinsson - Í hafróti sálarinnar (vinnutitill) eftir Kristínu G. Guðnadóttur í ritstjórn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn.
  • Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar. Útgefandi: Salka.
  • Að gera garð. Saga og þróun íslenskrar garðmenningar frá landnámi til miðrar tuttugustu aldar (vinnuheiti) eftir Einar E. Sæmundssen. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.   
  • Hvítabirnir - Komur hvítabjarna til Íslands frá upphafi heimilda í sögulegu og þjóðfræðilegu ljósi eftir Rósu Rut Þórisdóttur. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar ehf.     
  • Smásögur heimsins II Rómanska-Ameríka í ritstjórn Jóns Karls Helgasonar, Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar. Útgefandi: Bjartur.

Nokkur fjölgun umsókna var á milli ára, en í fyrra bárust 80 umsóknir frá 28 útgefendum og sótt var um tæpar 57 millj.kr., en þá var úthlutað 23.3 millj.kr. til 55 verka.

Hér má sjá yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2017 .

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir