Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmeals tilnefndar fyrir Íslands hönd

27. mars, 2018

Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.

  • Tilnefndar-baekur-2018

Tilnefndar-baekur-2018

Tilnefndir-hofundar-2018

Til­kynnt var á barna­bóka­mess­unni í Bologna þann 26. mars hvaða bæk­ur hlutu til­nefn­ingu til barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2018. Á sama tíma var at­höfn í Nor­ræna húsinu þar sem til­nefn­ing­arn­ar voru kynnt­ar. 

VertuOsynilegur

Fulltrúar hvers lands í dómnefndinni hafa tilnefnt verk frá sínu landi, alls 13 verk frá 8 löndum. Skoða má umsögn dómnefndar um hverja bók með því að smella á bókatitlana hér neðar.

Skrimsli-i-vandaÍsland

Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir, Forlagið, 2017
Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal, Forlagið, 2017

Danmörk

Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung og Rasmus Meisler (myndskr.), Dansklærerforeningen, 2017
Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø, Jensen & Dalgaard, 2017

Finnland

Kurnivamahainen kissa eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.), Karisto, 2017
Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson, Schildts & Söderströms, 2017

Færeyjar

Træið eftir Bárð Oskarsson, Bókadeild Føroya Lærarafelags, 2017

Noregur

Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg, Cappelen Damm, 2017
Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian, Aschehoug forlag, 2017

Samíska málsvæðið

Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.), Iđut, 2014

Svíþjóð

Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg, Mirando Bok, 2017
Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren, Rabén Sjögren, 2017

Álandseyjar

Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson, Schildts & Söderströms, 2017

Verðlaunahafi tilkynntur 30. október

Verðlaunahafinn verður tilkynntur í Norsku óperunni þann 30. október 2018 þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir voru veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs árið 2013 um leið og önnur verðlaun ráðsins. Verðlaunin eru afhent að ósk menningarráðherra Norðurlanda sem vilja efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum Norðurlanda.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir