Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

4. apríl, 2019

Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.

14 verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Átta norræn tungumál eiga fulltrúa meðal þeirra verka sem tilnefnd eru í ár, en tilnefningarnar voru kynntar á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna 2. apríl. Á sama tíma var at­höfn í Nor­ræna húsinu þar sem til­nefn­ing­arn­ar voru kynnt­ar. 

Ein af eftirtöldum myndabókum, teiknimyndasögum, skáldsögum og ljóðabókum mun svo hljóta verðlaunin í haust:

Ísland

Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Skáldsaga, Forlagið / Vaka-Helgafell, …Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn. Skáldsaga, Forlagið / Mál og menning, 20…

Danmörk

Da Mumbo Jumbo blev kæmpestor eftir Jakob Martin Strid. Myndabók/teiknimyndasag…

Styrke. Karanagalaksen. Log I eftir Cecilie Eken. Skáldsaga, Høst & Søn, 2018.

Finnland

Breven från Maresi eftir Mariu Turtschaninoff. Skáldsaga, Förlaget, 2018.

Ruusun matka eftir Mariku Maijala. Myndabók, Etana Editions, 2018.

Færeyjar

Miljuløtur eftir Rakel Helmsdal & Kathrinu Skarðsá (myndskr.). Sögubók, Bókadei…

Grænland

Tuttuarannguaq eftir Camillu Sommer & Pernille Kreutzmann (myndskr.). Myndabók,…

Noregur

Alle sammen teller eftir Kristin Roskifte. Myndabók, Magikon, 2018.

Det var ikke en busk eftir Eli Hovdenak. Myndabók, Ena, 2018.

Samíska málsvæðið

Šiellaspeajal eftir Karen Anne Buljo. Ljóðabók, Davvi Girji, 2017.

Svíþjóð

Den förskräckliga historien om Lilla Hon eftir Lenu Ollmark og Per Gustavsson (…Risulven Risulven eftir Ninu Ivarsson. Skáldsaga, Rabén & Sjögren, 2017.

Álandseyjar

På en trollsländas vingar eftir Ann-Christin Waller & Anni Wikberg (myndskr.). …

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum hefur tilnefnt verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Verðlaunin veitt 29. október

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verður kynntur þann 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs 2013 um leið og önnur verðlaun ráðsins, að ósk norrænu menningarmálaráðherranna sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir