Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

2. apríl, 2020 Fréttir

Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur (útg. Bókabeitan) og Egill spámaður eftir Lani Yamamoto (útg. Angústúra) eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.

Nútímaleg dæmisaga um önd sem býr í borg og getur ekki lengur flogið, ljóð í dagbókarformi um harðstjóra á eigin heimili og son hans og saga um óbugandi perluveiðimann sem leitar sérstaks augasteins eru á meðal þeirra 14 verka sem tilnefnd eru til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Villueyjar

Yfirleitt er tilkynnt um tilnefningarnar á alþjóðlegu barna- og unglingabókasýningunni í Bologna en hætt var við hana í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Á tímum einangrunar og sóttkvíar geta bókmenntirnar opnað dyr að nýjum ævintýrum og sögum.

Þetta eru myndabækurnar, unglingabækurnar og ljóðasöfnin sem tilnefnd eru til verðlaunanna í ár:

Egill-spamadur

Ísland

Villueyjar. Höfundur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Unglingabók, Björt bókaútgáfa; 2019. 

Egill spámaður. Höfundur Lani Yamamoto. Myndabók, Angústúra, 2019.

Danmörk

Ud af det blå. Höfundar Rebecca Bach-Lauritsen og Anna Margrethe Kjærgaard (myn… Min øjesten. Höfundar Merete Pryds Helle og Helle Vibeke Jensen (myndskr.). Myn…

Finnland

Vi är Lajon! Höfundar Jens Mattsson og Jenny Lucander (myndskr.). Myndabók, För… Sorsa Aaltonen ja lentämisen oireet. Höfundar Veera Salmi og Matti Pikkujämsä (…

Færeyjar

Loftar tú mær? Höfundur Rakel Helmsdal. Myndabók, Bókadeild Føroya Lærarafelags…

Grænland

Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat. Höfundar Juaaka Lyberth og Maja-Lisa Keh…

Noregur

Draumar betyr ingenting. Höfundur Ane Barmen. Unglingabók, Gyldendal, 2019. Når er jeg gammel nok til å skyte faren min? Höfundar Åse Ombustvedt og Mariann…

Samíska tungumálasvæðið

Guovssu guovssahasat. Höfundar Karen Anne Buljo og Inga-Wiktoria Påve (myndskr…

Svíþjóð

Hästpojkarna. Höfundur Johan Ehn. Unglingabók, Gilla Böcker, 2019. Trettonde sommaren. Höfundur Gabriella Sköldenberg. Unglingabók, Natur & Kultur…

Álandseyjar

Segraren. Höfundur Karin Erlandsson. Unglingabók, Schildts & Söderströms, 2019.

 

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Tilkynnt um verðlaunahafann 27. október

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður kynntur þann 27. október á verðlaunahátíð í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum.

Á Norðurlöndum njóta bæði börn og unglingar virðingar sem virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Það endurspeglast í norrænum barna- og unglingabókmenntum sem einkennast af virðingu fyrir lesandanum og heimsmynd hans, hvort sem viðfangsefnið er jarðbundin lýsing á hversdagsleikanum, tilvistarkreppa eða spennandi ævintýri í ókunnu umhverfi.

Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.

Nánari upplýsingar um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Nánari upplýsingar um verðlaun Norðurlandaráðs Dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs


Allar fréttir

Tilkynnt um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 36 milljónum króna veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga - 29. maí, 2020 Fréttir

Meðal styrktra verkefna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vefir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.

Nánar

Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki - 14. maí, 2020 Fréttir

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Nánar

Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda - 12. maí, 2020 Fréttir

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Nánar

Allar fréttir