Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, fyrir bækurnar Ljóð muna rödd og Ör.

22. febrúar, 2018

Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd og skáldsöguna Ör.

File_1519310397771Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Sigurður fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd (Forlagið/JPV) og Auður Ava fyrir skáldsöguna Ör (Benedikt bókaútgáfa), báðar í danskri þýðingu Erik Skyum-Nielsen. 

Sigurður Pálsson lést á síðasta ári en Ljóð muna rödd var hans síðasta bók og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra. Hann hlaut Maístjörnuna fyrir sömu bók og er myndin tekin við það tilefni. Sigurður var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina Ljóð námu völd árið 1993. Auður Ava og ekkja Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, tóku við tilnefningunum í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands.

File3Auður Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ör á síðasta ári og hefur hún nú þegar verið þýdd á fjölda tungumála.

Tilkynnt verður um hver hlýtur verðlaunin 30. október nk., en þau nema 350 þúsund dönskum krónum. Verðlaunaathöfnin fer fram í Norsku óperunni í Ósló þar sem þing Norðurlandaráðs verður haldið í ár. 

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962 fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænni tungu. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagnasafn eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga á bókmenntum og tungumálum grannþjóðanna og menningarlegri samkennd þjóðanna.

Allar tilnefningarnar má finna á vef Norðurlandaráðs.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir