Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, fyrir bækurnar Ljóð muna rödd og Ör.

22. febrúar, 2018

Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd og skáldsöguna Ör.

File_1519310397771Sigurður Pálsson og Auður Ava Ólafsdóttir eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Sigurður fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd (Forlagið/JPV) og Auður Ava fyrir skáldsöguna Ör (Benedikt bókaútgáfa), báðar í danskri þýðingu Erik Skyum-Nielsen. 

Sigurður Pálsson lést á síðasta ári en Ljóð muna rödd var hans síðasta bók og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra. Hann hlaut Maístjörnuna fyrir sömu bók og er myndin tekin við það tilefni. Sigurður var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina Ljóð námu völd árið 1993. Auður Ava og ekkja Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, tóku við tilnefningunum í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands.

File3Auður Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ör á síðasta ári og hefur hún nú þegar verið þýdd á fjölda tungumála.

Tilkynnt verður um hver hlýtur verðlaunin 30. október nk., en þau nema 350 þúsund dönskum krónum. Verðlaunaathöfnin fer fram í Norsku óperunni í Ósló þar sem þing Norðurlandaráðs verður haldið í ár. 

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962 fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænni tungu. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagnasafn eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga á bókmenntum og tungumálum grannþjóðanna og menningarlegri samkennd þjóðanna.

Allar tilnefningarnar má finna á vef Norðurlandaráðs.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir