Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

1. mars, 2019

Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, fyrir bækurnar Elín, ýmislegt og Kóngulær í sýningargluggum.

Skáld­sag­an Elín, ým­is­legt eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur og ljóðabók­in Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um eft­ir Krist­ínu Ómars­dótt­ur hafa verið til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2019 fyr­ir Íslands hönd. 

Umsagnir dómnefndar

Elin,-ymislegtÍ um­sögn ís­lensku dóm­nefnd­ar­inn­ar seg­ir um skáld­sög­una Elín, ým­is­legt: „Ríkj­andi þemu í skáld­skap Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur eru þrá eft­ir ást og skiln­ingi, bar­átt­an við sam­bands­leysi, ein­mana­leiki, mis­notk­un, of­beldi og óhugnaður. Skáld­sag­an Elín, ým­is­legt er skýrt dæmi um þetta. Þar birt­ist öfl­ug rödd ungr­ar konu í list­ræn­um og mark­viss­um texta.“

Kongulaer-i-syningargluggumUm Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um seg­ir: „Í ljóðum Krist­ín­ar Ómars­dótt­ur lít­ur sak­leysið út eins og skyrsletta á vegg, bréfið und­ir kodd­an­um spyr: ertu þarna? Speg­ill­inn hand­sam­ar mynd ljóðmæl­and­ans þegar hann greiðir morg­un­bleikt hárið, landd­reymn­ar haf­meyj­ar stinga höfði upp úr sjón­um, gler­brjóst eru aug­lýst og torgið snarað með sjón­deild­ar­hringn­um. Krist­ín Ómars­dótt­ir hef­ur alltaf reynt hressi­lega á þanþol tungu­máls­ins. Frum­leg­ar ljóðmynd­ir henn­ar eru óvænt­ar og stund­um súr­realísk­ar.“

13 verk tilnefnd

Sam­tals 13 verk voru til­nefnd þetta árið til verðlaun­anna, en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafa árs­ins og verða verðlaun­in afhent við hátíðlega athöfn í Stokk­hólmi 29. októ­ber í tengsl­um við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahaf­inn hlýt­ur verðlauna­grip­inn Norður­ljós og 350 þúsund dansk­ar krónur sem sam­svar­ar tæp­um 6,4 millj­ón­um ísl. kr.

Frá Álands­eyj­um er til­nefnd skáld­sag­an Det finns inga mon­ster eft­ir Liselott Willén.

Frá Dan­mörku eru til­nefnt smá­sagna­safnið Ef­ter so­len eft­ir Jon­as Eika og skáld­sag­an de eft­ir Helle Helle.

Frá Finn­landi eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Trist­ania eft­ir Mariönnu Kurtto og Där musiken börja­de eft­ir Lars Sund.

Frá Græn­landi er til­nefnd smá­sagna- og ljóðabók­in Arpa­atit qaqortut eft­ir Pi­vinn­gu­aq Mørch.

Frá Nor­egi eru til­nefnd­ar ljóðabók­in Det er ber­re eit spørs­mål om tid eft­ir Eldrid Lund­en og Jeg lever et liv som ligner deres. En lev­nets­beskri­vel­se eft­ir Jan Grue, en bók­in er skil­greind sem sjálfsævi­sögu­leg­ur prósi.

Frá sa­míska málsvæðinu er til­nefnd ljóðabók­in Ii dát leat dat eana eft­ir Ingu Ravna Eira.

Frá Svíþjóð eru til­nefnd­ar ljóðabók­in Non­sen­sprins­ess­ans dag­bok. En sjukskrivn­ing eft­ir Isa­bellu Nils­son og skáld­sag­an Människan är den vackra­ste staden eft­ir Sami Said.

2019-3-

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fagurbókmenntaverki sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk eða ljóða-, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja áhuga á bókmenntum og tungumálum grannþjóðanna sem og menningarlegri samkennd þeirra.


Allar fréttir

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Allar fréttir