Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

1. mars, 2019

Kristín Eiríksdóttir og Kristín Ómarsdóttir eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, fyrir bækurnar Elín, ýmislegt og Kóngulær í sýningargluggum.

Skáld­sag­an Elín, ým­is­legt eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur og ljóðabók­in Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um eft­ir Krist­ínu Ómars­dótt­ur hafa verið til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2019 fyr­ir Íslands hönd. 

Umsagnir dómnefndar

Elin,-ymislegtÍ um­sögn ís­lensku dóm­nefnd­ar­inn­ar seg­ir um skáld­sög­una Elín, ým­is­legt: „Ríkj­andi þemu í skáld­skap Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur eru þrá eft­ir ást og skiln­ingi, bar­átt­an við sam­bands­leysi, ein­mana­leiki, mis­notk­un, of­beldi og óhugnaður. Skáld­sag­an Elín, ým­is­legt er skýrt dæmi um þetta. Þar birt­ist öfl­ug rödd ungr­ar konu í list­ræn­um og mark­viss­um texta.“

Kongulaer-i-syningargluggumUm Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um seg­ir: „Í ljóðum Krist­ín­ar Ómars­dótt­ur lít­ur sak­leysið út eins og skyrsletta á vegg, bréfið und­ir kodd­an­um spyr: ertu þarna? Speg­ill­inn hand­sam­ar mynd ljóðmæl­and­ans þegar hann greiðir morg­un­bleikt hárið, landd­reymn­ar haf­meyj­ar stinga höfði upp úr sjón­um, gler­brjóst eru aug­lýst og torgið snarað með sjón­deild­ar­hringn­um. Krist­ín Ómars­dótt­ir hef­ur alltaf reynt hressi­lega á þanþol tungu­máls­ins. Frum­leg­ar ljóðmynd­ir henn­ar eru óvænt­ar og stund­um súr­realísk­ar.“

13 verk tilnefnd

Sam­tals 13 verk voru til­nefnd þetta árið til verðlaun­anna, en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafa árs­ins og verða verðlaun­in afhent við hátíðlega athöfn í Stokk­hólmi 29. októ­ber í tengsl­um við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahaf­inn hlýt­ur verðlauna­grip­inn Norður­ljós og 350 þúsund dansk­ar krónur sem sam­svar­ar tæp­um 6,4 millj­ón­um ísl. kr.

Frá Álands­eyj­um er til­nefnd skáld­sag­an Det finns inga mon­ster eft­ir Liselott Willén.

Frá Dan­mörku eru til­nefnt smá­sagna­safnið Ef­ter so­len eft­ir Jon­as Eika og skáld­sag­an de eft­ir Helle Helle.

Frá Finn­landi eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Trist­ania eft­ir Mariönnu Kurtto og Där musiken börja­de eft­ir Lars Sund.

Frá Græn­landi er til­nefnd smá­sagna- og ljóðabók­in Arpa­atit qaqortut eft­ir Pi­vinn­gu­aq Mørch.

Frá Nor­egi eru til­nefnd­ar ljóðabók­in Det er ber­re eit spørs­mål om tid eft­ir Eldrid Lund­en og Jeg lever et liv som ligner deres. En lev­nets­beskri­vel­se eft­ir Jan Grue, en bók­in er skil­greind sem sjálfsævi­sögu­leg­ur prósi.

Frá sa­míska málsvæðinu er til­nefnd ljóðabók­in Ii dát leat dat eana eft­ir Ingu Ravna Eira.

Frá Svíþjóð eru til­nefnd­ar ljóðabók­in Non­sen­sprins­ess­ans dag­bok. En sjukskrivn­ing eft­ir Isa­bellu Nils­son og skáld­sag­an Människan är den vackra­ste staden eft­ir Sami Said.

2019-3-

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fagurbókmenntaverki sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk eða ljóða-, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja áhuga á bókmenntum og tungumálum grannþjóðanna sem og menningarlegri samkennd þeirra.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir