Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

4. mars, 2021

Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður­landaráðs fyr­ir Íslands hönd.

14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Verkin bera vitni um öflugt svið fagurbókmennta og sum þeirra eru eftir höfunda sem hafa áður hlotið tilnefningu til verðlaunanna. 

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verður kynntur þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Tilnefnd verk frá Íslandi:

Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Skáldsaga, Forlagið, 2019.

Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Skáldsaga, Bjartur, 2019.

Eftirtalin fagurbókmenntaverk eru tilnefnd frá hinum Norðurlöndunum:

Danmörk

Penge på lommen. Scandinavian Star. Del 1 eftir Astu Oliviu Nordenhof. Skálds…Mit smykkeskrin eftir Ursulu Andkjær Olsen. Ljóðabók, Gyldendal, 2020.

Finnland

Bolla eftir Pajtim Statovci. Skáldsaga, Otava, 2019.Autofiktiv dikt av Heidi von Wright eftir Heidi von Wright. Ljóðabók, Schildts …

Færeyjar

Eg skrivi á vátt pappír eftir Lív Mariu Róadóttur Jæger. Ljóðabók, Forlagið Eks…

Grænland

Naasuliardarpi eftir Niviaq Korneliussen. Skáldsaga, Milik Publishing, 2020.

Noregur

Er mor død eftir Vigdis Hjorth. Skáldsaga, Cappelen Damm, 2020.Det uferdige huset eftir Lars Amund Vaage. Skáldsaga, Forlaget Oktober, 2020.

Samíska málsvæðið

Gáhttára Iđit eftir Ingu Ravna Eira, ljóðabók, Davvi Girji, 2019.

Svíþjóð

Strega eftir Johanne Lykke Holm. Skáldsaga, Albert Bonniers förlag, 2020.Renheten eftir Andrzej Tichý. Smásagnasafn, Albert Bonniers Förlag, 2020.

Álandseyjar

Broarna eftir Sebastian Johans. Skáldsaga, Nirstedt/litteratur, 2020.

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagnasafn eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.

Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir