Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2019

4. desember, 2018

Níu bækur tilnefndar í þremur flokkum: barna- og unglingabókmennta, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns eðlis.

  • Tilnefndar-allar

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu 3. desember 2018 og níu bækur voru tilnefndar í þremur flokkum. Verðlaunin verða afhent í Höfða þann 15. janúar 2019.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (Bjartur, 2018)
  • Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur (Benedikt, 2018)
  • Kláði eftir Fríðu Ísberg (Partus, 2018)

Dómnefnd skipuðu Guðrún Lára Pétursdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Hið íslenska bókmenntafélag, 2018)
  • Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir.

Barna- og unglingabókmenntir

  • Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur (Bókabeitan, 2018)
  • Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Sigrún Birna Björnsdóttir.

Hér má lesa rökstuðning dómnefnda.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir