Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2019

4. desember, 2018

Níu bækur tilnefndar í þremur flokkum: barna- og unglingabókmennta, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns eðlis.

  • Tilnefndar-allar

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu 3. desember 2018 og níu bækur voru tilnefndar í þremur flokkum. Verðlaunin verða afhent í Höfða þann 15. janúar 2019.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (Bjartur, 2018)
  • Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur (Benedikt, 2018)
  • Kláði eftir Fríðu Ísberg (Partus, 2018)

Dómnefnd skipuðu Guðrún Lára Pétursdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Hið íslenska bókmenntafélag, 2018)
  • Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir.

Barna- og unglingabókmenntir

  • Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur (Bókabeitan, 2018)
  • Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Sigrún Birna Björnsdóttir.

Hér má lesa rökstuðning dómnefnda.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir