Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

4. desember, 2018 Fréttir

Níu bækur tilnefndar í þremur flokkum: barna- og unglingabókmennta, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns eðlis.

  • Tilnefndar-allar

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu 3. desember 2018 og níu bækur voru tilnefndar í þremur flokkum. Verðlaunin verða afhent í Höfða þann 15. janúar 2019.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (Bjartur, 2018)
  • Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur (Benedikt, 2018)
  • Kláði eftir Fríðu Ísberg (Partus, 2018)

Dómnefnd skipuðu Guðrún Lára Pétursdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Hið íslenska bókmenntafélag, 2018)
  • Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir.

Barna- og unglingabókmenntir

  • Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur (Bókabeitan, 2018)
  • Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Sigrún Birna Björnsdóttir.

Hér má lesa rökstuðning dómnefnda.