Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2019

4. desember, 2018

Níu bækur tilnefndar í þremur flokkum: barna- og unglingabókmennta, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns eðlis.

  • Tilnefndar-allar

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu 3. desember 2018 og níu bækur voru tilnefndar í þremur flokkum. Verðlaunin verða afhent í Höfða þann 15. janúar 2019.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (Bjartur, 2018)
  • Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur (Benedikt, 2018)
  • Kláði eftir Fríðu Ísberg (Partus, 2018)

Dómnefnd skipuðu Guðrún Lára Pétursdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur (Hið íslenska bókmenntafélag, 2018)
  • Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir.

Barna- og unglingabókmenntir

  • Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur (Bókabeitan, 2018)
  • Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur (Mál og menning, 2018)
  • Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson (Mál og menning, 2018)

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Sigrún Birna Björnsdóttir.

Hér má lesa rökstuðning dómnefnda.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir