Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018

3. desember, 2018

Tilkynnt var um tilnefningarnar á Kjarvalsstöðum 1. desember. 15 bækur eru tilnefndar í þremur flokkum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar 2019 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fræðibóka og rita almenns efnis og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. 

Til­nefn­ing­ar í flokki  barna- og ung­menna­bóka:

  • Sag­an um Skarp­héðin Dungal sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring, útgefandi: Angústúra
  • Ljónið eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur, útgefandi: JPV útgáfa
  • Rott­urn­ar eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur, útgefandi: Vaka-Helgafell
  • Silf­ur­lyk­ill­inn eft­ir Sigrúnu Eld­járn, útgefandi: Mál og menning
  • Sölvasaga Daní­els­son­ar eft­ir Arn­ar Má Arn­gríms­son, útgefandi: Sögur útgáfa

Dóm­nefnd skipuðu Anna Þor­björg Ing­ólfs­dótt­ir, formaður nefnd­ar, Jór­unn Sig­urðardótt­ir og Þórlind­ur Kjart­ans­son.

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is:

  • Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur, útgefandi: Mál og menning
  • Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur, útgefandi: Vaka-Helgafell
  • Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son, útgefandi: Bjartur
  • Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son, útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
  • Skúli fógeti - faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur, útgefandi: JPV útgáfa

Dóm­nefnd skipuðu Knút­ur Haf­steins­son, Kol­brún Elfa Sig­urðardótt­ir og Þór­unn Sig­urðardótt­ir, formaður nefnd­ar.

Til­nefn­ing­ar í flokki  fag­ur­bók­mennta:

  • Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur, útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
  • Lif­andi­lífs­læk­ur eft­ir Berg­svein Birg­is­son, útgefandi: Bjartur
  • Sálu­messa eft­ir Gerði Krist­nýju, útgefandi: Mál og menning
  • Sex­tíu kíló af sól­skini eft­ir Hall­grím Helga­son, útgefandi: JPV útgáfa
  • Haustaugu eft­ir Hann­es Pét­urs­son, útg. Bókaútgáfan Opna

Dóm­nefnd skipuðu Berg­steinn Sig­urðsson, Ragn­hild­ur Richter og Stein­grím­ur Þórðar­son, formaður nefnd­ar.

For­menn dóm­nefnd­anna þriggja, sem valið hafa til­nefn­ing­arn­ar, munu í fram­hald­inu koma sam­an ásamt Gísla Sig­urðssyni, sem er for­seta­skipaður formaður, og velja einn verðlauna­hafa úr hverj­um flokki.

Afhendingin hófst með ávarpi Heiðars Inga Svanssonar formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, hann sagði m.a.: „Það er vel við hæfi á þess­um degi að til­kynna um til­nefn­ing­ar til ís­lensku bók­mennta­verðlaun­anna því áhersla ald­araf­mæl­is­ins er ein­mitt á menn­ingu og tungu okk­ar Íslend­inga. Og hvað er þá meira viðeig­andi í því sam­hengi en að halda bók­menn­ingu okk­ar á lofti.

Nú er runn­in upp sá árs­tími þegar við get­um með sanni kallað okk­ur bókaþjóð, því þrátt fyr­ir allt er staða bók­ar­inn­ar á ís­lensk­um jóla­gjafa­markaði enn afar sterk. Og þó að ýmis ytri rekstr­ar­skil­yrði í bóka­út­gáfu hafi verið erfið und­an­far­in ár, þá kem­ur það alltaf þægi­lega á óvart að sjá úr­valið og fjöl­breytn­ina sem gef­in er út á hverju ári.“ 

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða af­hent á Bessa­stöðum um mánaðarmótin janúar/febrúar 2019 af for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni. Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda (Fíbút) voru í ár sam­tals lagðar fram 138 bæk­ur frá 37 út­gef­end­um í öll­um flokk­un­um þrem­ur. Í flokki barna- og ung­menna­bóka voru alls lögð fram 31 verk frá átta út­gef­end­um, í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is voru lögð fram 40 verk frá 22 út­gef­end­um og í flokki fag­ur­bók­mennta voru lögð fram 67 verk frá 20 út­gef­end­um. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir