Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

3. desember, 2018 Fréttir

Tilkynnt var um tilnefningarnar á Kjarvalsstöðum 1. desember. 15 bækur eru tilnefndar í þremur flokkum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar 2019 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fræðibóka og rita almenns efnis og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. 

Til­nefn­ing­ar í flokki  barna- og ung­menna­bóka:

 • Sag­an um Skarp­héðin Dungal sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring, útgefandi: Angústúra
 • Ljónið eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur, útgefandi: JPV útgáfa
 • Rott­urn­ar eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur, útgefandi: Vaka-Helgafell
 • Silf­ur­lyk­ill­inn eft­ir Sigrúnu Eld­járn, útgefandi: Mál og menning
 • Sölvasaga Daní­els­son­ar eft­ir Arn­ar Má Arn­gríms­son, útgefandi: Sögur útgáfa

Dóm­nefnd skipuðu Anna Þor­björg Ing­ólfs­dótt­ir, formaður nefnd­ar, Jór­unn Sig­urðardótt­ir og Þórlind­ur Kjart­ans­son.

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is:

 • Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur, útgefandi: Mál og menning
 • Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur, útgefandi: Vaka-Helgafell
 • Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son, útgefandi: Bjartur
 • Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son, útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
 • Skúli fógeti - faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur, útgefandi: JPV útgáfa

Dóm­nefnd skipuðu Knút­ur Haf­steins­son, Kol­brún Elfa Sig­urðardótt­ir og Þór­unn Sig­urðardótt­ir, formaður nefnd­ar.

Til­nefn­ing­ar í flokki  fag­ur­bók­mennta:

 • Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur, útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
 • Lif­andi­lífs­læk­ur eft­ir Berg­svein Birg­is­son, útgefandi: Bjartur
 • Sálu­messa eft­ir Gerði Krist­nýju, útgefandi: Mál og menning
 • Sex­tíu kíló af sól­skini eft­ir Hall­grím Helga­son, útgefandi: JPV útgáfa
 • Haustaugu eft­ir Hann­es Pét­urs­son, útg. Bókaútgáfan Opna

Dóm­nefnd skipuðu Berg­steinn Sig­urðsson, Ragn­hild­ur Richter og Stein­grím­ur Þórðar­son, formaður nefnd­ar.

For­menn dóm­nefnd­anna þriggja, sem valið hafa til­nefn­ing­arn­ar, munu í fram­hald­inu koma sam­an ásamt Gísla Sig­urðssyni, sem er for­seta­skipaður formaður, og velja einn verðlauna­hafa úr hverj­um flokki.

Afhendingin hófst með ávarpi Heiðars Inga Svanssonar formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, hann sagði m.a.: „Það er vel við hæfi á þess­um degi að til­kynna um til­nefn­ing­ar til ís­lensku bók­mennta­verðlaun­anna því áhersla ald­araf­mæl­is­ins er ein­mitt á menn­ingu og tungu okk­ar Íslend­inga. Og hvað er þá meira viðeig­andi í því sam­hengi en að halda bók­menn­ingu okk­ar á lofti.

Nú er runn­in upp sá árs­tími þegar við get­um með sanni kallað okk­ur bókaþjóð, því þrátt fyr­ir allt er staða bók­ar­inn­ar á ís­lensk­um jóla­gjafa­markaði enn afar sterk. Og þó að ýmis ytri rekstr­ar­skil­yrði í bóka­út­gáfu hafi verið erfið und­an­far­in ár, þá kem­ur það alltaf þægi­lega á óvart að sjá úr­valið og fjöl­breytn­ina sem gef­in er út á hverju ári.“ 

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða af­hent á Bessa­stöðum um mánaðarmótin janúar/febrúar 2019 af for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni. Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda (Fíbút) voru í ár sam­tals lagðar fram 138 bæk­ur frá 37 út­gef­end­um í öll­um flokk­un­um þrem­ur. Í flokki barna- og ung­menna­bóka voru alls lögð fram 31 verk frá átta út­gef­end­um, í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is voru lögð fram 40 verk frá 22 út­gef­end­um og í flokki fag­ur­bók­mennta voru lögð fram 67 verk frá 20 út­gef­end­um. 


Allar fréttir

Ísland heiðursgestur á bókamessunni í Gdansk 29.-31. mars - 31. janúar, 2019 Fréttir

Íslensku höfundarnir Hallgrímur Helgason, Steinunn Sigurðardóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir verða gestir á messunni.

Nánar

Þau hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár! - 30. janúar, 2019 Fréttir

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn fyrir Silfurlykilinn og höfundar Flóru Íslands þau Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg.

Nánar

Allar fréttir