Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019

2. desember, 2019

Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019. Samtals hljóta fimmtán bækur í þremur flokkum tilnefningu.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. 

Allir-tilnefndir-2019

Tilnefnt er í þremur flokkum og fimm bækur tilnefndar í hverjum; flokki fagurbókmennta, fræðibóka og rita almenns efnis og barna- og ungmennabóka.

IMG_6056Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

  • Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965 eftir Jón Viðar Jónsson. Útgefandi: Skrudda.
  • Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Jakobína – saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Útgefandi: Mál og menning.
  • Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Útgefandi: Sögufélag.

Dómnefnd skipuðu Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem jafnframt var formaður nefndar.

IMG_6061Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

  • Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Útgefandi: Mál og menning.
  • Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan.
  • Nornin eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: JPV útgáfa.
  • Egill spámaður eftir Lani Yamamoto. Útgefandi: Angústúra
  • Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur. Útgefandi: Iðunn.

Dómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.

IMG_6069Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

  • Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
  • Staða pundsins eftir Braga Ólafsson. Útgefandi: Bjartur.
  • Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Útgefandi: Bjartur.
  • Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis eftir Sölva Björn Sigurðsson. Útgefandi: Sögur útgáfa.
  • Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur. Útgefandi: Mál og menning.

Dómnefnd skipuðu Bergsteinn Sigurðsson, formaður nefndar, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson.

Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar, munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun næsta árs.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989, og þetta er því í 31. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. 

 

  • Barna-Arndis-Thorarinsdottir
  • Barna-Margret-Tryggva-ljosmyndari-Fridrik-Tryggva
  • Barna-Hildur-Knutsdottir
  • Barna-Lani-Yamamoto
  • Barna-Bergrun-Iris
  • Fagur-Bergthora-Snaebjornsdottir
  • Fagur-Solvi-Bjorn
  • Fagur-Gudrun-Eva
  • Fagur-Bragi
  • Fagur-Steinunn-Sigurdardottir
  • Fraedi-Pall-Baldvin
  • Fraedi-Sigridur-Kristin
  • Fraedi-Unnur-Birna-
  • Fraedi-Jon-Vidar
  • Fraedi-Olina-Kjerulf

 

 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir