Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 í þremur flokkum; flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis

6. desember, 2017

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 í þremur flokkum; flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis.

Tilnefnd-2017

Föstudaginn 1. desember sl. voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017. Tilnefnt er í þremur flokkum; flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis og eru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. 

Þetta er í 29. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og verða verðlaunin veitt um mánaðarmótin janúar-febrúar 2018. 

Tilnefndar-baekurEftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: 

Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar
Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874
Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna

Steinunn Kristjánsdóttir
Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir
Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri
Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010
Útgefandi: Skrudda

Unnur Þóra Jökulsdóttir
Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk
Útgefandi: Mál og menning

Vilhelm Vilhelmsson
Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka: 

Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal  og Kalle Güettler
Skrímsli í vanda
Útgefandi: Mál og menning

Elísa Jóhannsdóttir
Er ekki allt í lagi með þig?
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
Fuglar
Útgefandi: Angústúra

Kristín Helga Gunnarsdóttir
Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels
Útgefandi: Mál og menning

Ævar Þór Benediktsson
Þitt eigið ævintýri
Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu: Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta: 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Flórída
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Jón Kalman Stefánsson
Saga Ástu
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Kristín Eiríksdóttir
Elín, ýmislegt
Útgefandi: JPV útgáfa

Kristín Ómarsdóttir
Kóngulær í sýningargluggum
Útgefandi: JPV útgáfa

Ragnar Helgi Ólafsson
Handbók um minni og gleymsku
Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu: Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir