Fréttir

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2017

Sex þýðendur eru tilnefndir fyrir fimm verk, en fjögur þeirra hlutu þýðingastyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

28. nóvember, 2017 Fréttir

Sex þýðendur eru tilnefndir fyrir fimm verk, en fjögur þeirra hlutu þýðingastyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

  • Tilnefningar-til-islensku-thydingaverdlaunanna-2017

Tilnefningar-til-islensku-thydingaverdlaunanna-2017

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2017 voru kynntar föstudaginn 24. nóvember 2017. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og sex þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Dómnefndina skipuðu; Ingunn Ásdísardóttir þýðandi og þjóðfræðingur, Steinþór Steingrímsson íslenskufræðingur og Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi. 

Íslensku þýðingaverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2005 fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki en verðlaunin voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Verðlaunin verða afhent í febrúar 2018. 

Frá vinstri: Jón St. Kristjánsson, Magnús Sigurðsson sem tók við 
tilnefningunni fyrir hönd Gyrðis Elíassonar, María Rán Guðjónsdóttir, 
Hildur Hákonardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.

Eftirtalin fimm verk voru tilnefnd í ár og hlutu þau fjögur 
fyrstnefndu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta:

  • Walden eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Dimma gefur út.
  • Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Angústúra gefur út.
  • Sorgin í fyrstu persónu eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Dimma gefur út.
  • Orlandó eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Opna gefur út.
  • Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Forlagið gefur út

Tilnefndir þýðendur og umsögn dómnefndar um verkin:

Um þýðingu Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur og Hild­ar Há­kon­ar­dótt­ur á Wald­en seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar: „Wald­en er eitt af höfuðverk­um banda­rískra bók­mennta og segja má að hún marki upp­hafs­spor í vest­rænni hugs­un um nátt­úru­vernd og sam­band manns og nátt­úru. Sam­vinnuþýðing Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur og Hild­ar Há­kon­ar­dótt­ur er ákaf­lega vel heppnuð og fang­ar 19. ald­ar stemn­ingu og tær­leika þessa klass­íska texta á sér­lega vandaðri ís­lensku án þess að vera gam­aldags. Eft­ir­mál­ar og skýr­ing­ar þýðenda bera vott um ígrundaða vinnu og teikn­ing­ar Hild­ar gefa bók­inni aukið gildi. Að auki má taka fram að bók­in er mjög fal­leg­ur prent­grip­ur.“

Um þýðingu Maríu Rán­ar Guðjóns­dótt­ur um Veislu í gren­inu seg­ir: „Veisla í gren­inu er átak­an­leg en jafn­framt grát­bros­leg saga um ein­angrað barn í hrotta­leg­um heimi. Sag­an er lögð i munn barns­ins en full­orðins­legt orðfærið skap­ar spennu milli hins barns­lega og hins mis­kunn­ar­lausa og kem­ur upp um brengl­un­ina í til­veru barns­ins. María Rán held­ur listi­lega vel í tón og takt sög­unn­ar og fram­andleiki bæði sögu­sviðs og aðstæðna kem­ur skýrt fram. Hér er á ferðinni stór saga í lít­illi bók.“

Um þýðingu Gyrðis Elías­son­ar um Sorg­ina í fyrstu per­sónu seg­ir: „Úrval ljóða suður-kór­eska skálds­ins Ko Un sem hér kem­ur fyr­ir sjón­ir ís­lenskra les­enda er nokkuð mikið að vöxt­um, en þó aðeins brot af höf­und­ar­verki Ko Un. Gyrðir Elías­son miðlar hér fram­andi skáld­heimi af al­kunnri vand­virkni og orðlist og fær­ir okk­ur ljóð frá fjar­læg­um heims­hluta á áreynslu­lausri og heill­andi ís­lensku, auk þess að rita góðan inn­gang um skáldið og verk hans.“

Um þýðingu Jóns St. Kristjáns­son­ar um Doktor Proktor seg­ir: „Bæk­urn­ar um Doktor Proktor, Búa og Lísu ein­kenn­ast af gleði og stór­karla­legri at­b­urðarás. Í þýðing­um sín­um gef­ur Jón St. Kristjáns­son sprelli, ærsl­um og upp­finn­inga­semi laus­an taum­inn með fjöl­breyti­legri orðasmíð og blæ­brigðaríku orðfæri og mál­notk­un sem kæt­ir og gleður bæði börn og full­orðna. Atarna var kúnstugt les­efni. Bæk­ur þessa árs um Doktor Proktor eru að vísu tvær, og er hér ekki gert upp á milli þeirra.“

Um þýðingu Soffíu Auðar Birg­is­dótt­ir um Or­lando seg­ir: „Það er mik­ill feng­ur að fá nú á ís­lensku skáld­sög­una Or­lando, eitt af lyk­il­verk­um enskra bók­mennta. Í verk­inu kann­ar höf­und­ur­inn viðfangs­efni sem koma við alla menn á öll­um tím­um, ást­ina, skáld­skap­inn, tím­ann og þrosk­ann svo fátt eitt sé nefnt. Þýðing Soffíu Auðar er framúrsk­ar­andi vönduð og nost­ur­sam­leg en jafn­framt leik­andi létt og fjör­leg og hinn hisp­urs­lausi stíll höf­und­ar­ins kem­ur vel fram í þýðing­unni. Enn frem­ur rit­ar þýðand­inn afar gagn­leg­an eft­ir­mála og ít­ar­leg­ar texta­skýr­ing­ar.“


Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október - 5. október, 2018 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

Nánar

Allar fréttir