Tilnefningar til Maístjörnunnar, nýrra ljóðabókaverðlauna

Maístjarnan eru ný ljóðabókaverðlaun Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Rithöfundasambands Íslands.

26. apríl, 2017

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan í frá.

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi miðvikudaginn 25. apríl. 

Tilnefningar_Maistjarnan

Tilnefndir eru:

 

  • Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld
  • Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar, Reykjavík: Dimma
  • Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd, Reykjavík: JPV
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí, Reykjavík: Mál og menning
  • Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissustig, Reykjavík: Benedikt

 

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru alla útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2016 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Ármann Jakobsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Áslaug Agnarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. 

Maistjarnan_logo

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem eru sérstaklega ætluð útgefnum íslenskum ljóðabókum. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Frumkvæði að stofnun Maístjörnunnar átti Kári Tulinius, skáld og rithöfundur. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rithöfundasambandið tóku tillögu hans fagnandi og við tilnefningarathöfn var undirritaður samningur um verðlaunin.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir