Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

10 verk eru tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2024.

23. janúar, 2025

Til­kynnt hefur verið hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna.

Viður­kenn­ing Hagþenk­is verður veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni seinnipart­inn í fe­brú­ar og hún felst í viður­kenn­ing­ar­skjali og 1.500.000 króna verðlauna­fé.

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings.

Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is er skipað fimm fé­lag­mönn­um til tveggja ára í senn og í því eru fyr­ir út­gáfu­árið 2024: Hall­dóra Jóns­dótt­ir, Kristján Leós­son, Ólöf Gerður Sig­fús­dótt­ir, Unn­ur Þóra Jök­uls­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Árna­son, en Friðbjörg Ingimars­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Hagþenk­is sér um verk­stjórn ráðsins.

Eft­ir­far­andi höf­und­ar og bæk­ur eru til­nefnd í staf­rófs­röð höf­unda. Með fylg­ir um­sögn viður­kenn­ing­ar­ráðsins:

  • Árni Heim­ir Ing­ólfs­son fyr­ir Tón­ar út­lag­anna. Þrír land­flótta tón­list­ar­menn sem mótuðu ís­lenskt menn­ing­ar­líf sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Vel skrifuð ör­laga­saga þriggja ein­stak­linga sem um­byltu tón­list­ar­menn­ingu lands­ins. Bók­in er ríku­lega studd heim­ild­um og prýdd mörg­um mynd­um.“
  • Ásdís Ing­ólfs­dótt­ir fyr­ir Und­ir­staðan – Efna­fræði fyr­ir fram­halds­skóla sem Iðnú gef­ur út. „Vandað kennslu­efni í ra­f­rænu formi sem kynn­ir und­ir­stöðuatriði efna­fræðinn­ar. Efnið er lagað að nú­tímaþörf­um nem­enda og kenn­ara með margskon­ar inn­byggðum hjálp­ar­tækj­um, auk fjölda vís­ana í ít­ar­efni sem nálg­ast má á ver­ald­ar­vefn­um.“
  • Erla Hulda Hall­dórs­dótt­ir fyr­ir Strá fyr­ir straumi. Ævi Sig­ríðar Páls­dótt­ur 1809–1871 sem Bjart­ur gef­ur út. „Áhrifa­rík ævi­saga sem varp­ar nýju ljósi á 19. öld­ina og veit­ir ein­staka inn­sýn í heim kvenna. Bygg­ir á ómet­an­leg­um bréf­um Sig­ríðar til bróður síns sem spanna hálfa öld.“
  • Guðjón Friðriks­son fyr­ir Börn í Reykja­vík sem For­lagið gef­ur út. „Fræðandi og for­vitni­leg bók um þær stór­felldu breyt­ing­ar sem orðið hafa á ís­lensku sam­fé­lagi og aðstæðum barna í borg­inni í hálfa aðra öld. Fal­leg­ur prent­grip­ur með fjölda ein­stakra ljós­mynda.“
  • Guðmund­ur Jóns­son (rit­stjóri) fyr­ir Ástand Íslands um 1700. Lífs­hætt­ir í bænda­sam­fé­lagi sem Sögu­fé­lagið gef­ur út. „Yf­ir­grips­mikið verk sem er afrakst­ur margra ára rann­sókna á lífs­hátt­um á Íslandi við upp­haf 18. ald­ar. Unnið er á ný­stár­leg­an, þverfag­leg­an hátt úr frum­heim­ild­um sem eru ein­stæðar á alþjóðavísu.“
  • Gunn­ar Harðar­son fyr­ir Fingra­för spek­inn­ar. Kafl­ar úr sögu ís­lenskr­ar heim­speki á miðöld­um sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Vandað og vel skrifað rit­gerðasafn sem varp­ar nýju ljósi á heim­speki­lega hugs­un í ís­lensk­um forn­rit­um. Hug­mynd­ir, hug­tök og rök­færsl­ur eru skýrð í ljósi heim­speki miðalda.“
  • Ing­unn Ásdís­ar­dótt­ir fyr­ir Jötn­ar hund­vís­ir. Nor­ræn­ar goðsagn­ir í nýju ljósi sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Höf­und­ur kann­ar frum­heim­ild­ir um jötna og jötna­meyj­ar í nor­ræn­um kveðskap og for­minj­um óháð túlk­un krist­inna miðalda­manna og kemst að frum­leg­um og áhuga­verðum niður­stöðum í aðgengi­legu fræðiriti.“
  • Mar­grét Tryggva­dótt­ir og Linda Ólafs­dótt­ir fyr­ir Ein­ar, Anna og safnið sem var bannað börn­um sem For­lagið gef­ur út. „Fróðleg og fal­leg barna­bók sem opn­ar per­sónu­lega leið inn í sögu merki­legs safns. Sam­spil mynd­efn­is og texta varp­ar áhuga­verðu ljósi á ár­daga ís­lenskr­ar nú­tíma­lista­sögu.“
  • Skafti Ingimars­son fyr­ir Nú blakta rauðir fán­ar. Saga komm­ún­ista- og sósí­al­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi 1918–1968 sem Sögu­fé­lagið gef­ur út. „Mik­il­vægt inn­legg í ís­lenska stjórn­mála­sögu tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar. Verkið veit­ir nýja inn­sýn í þátt­töku al­menn­ings í flokks­starfi og verka­lýðsbar­áttu um land allt.“
  • Þórir Óskars­son fyr­ir Svip­ur brot­anna. Líf og list Bjarna Thor­ar­en­sen sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Metnaðarfull ævi­saga byggð á ít­ar­leg­um rann­sókn­um og hug­mynda­sögu­legri grein­ingu. Ljóðlist skálds­ins er sett í sam­hengi við þjóðleg­an arf og alþjóðlega strauma.“

Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir