Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023

22. febrúar, 2024

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

 Eftirtaldir höfundar og bækur eru til nefnd til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2023. Með fylgir umsögn valnefndar.

  • Bára Bald­urs­dótt­ir fyr­ir Kyn­legt stríð – Ástandið í nýju ljósi sem Bjart­ur gef­ur út. „Merki­leg grein­ing á skjala­söfn­um frá síðari heims­styrj­öld sem ný­verið voru gerð aðgengi­leg. Höf­und­ur af­hjúp­ar skipu­lagðar njósn­ir hins op­in­bera um kon­ur sem höfðu sam­neyti við her­menn.“
  • Gunn­ar Skarp­héðins­son fyr­ir Drótt­kvæði – Sýn­is­bók sem Skrudda gef­ur út. „Mik­il­vægt og einkar læsi­legt safn­rit um drótt­kvæði með grein­argóðum út­skýr­ing­um sem auðvelda les­end­um nú­tím­ans að skilja bak­grunn og sögu­legt sam­hengi þess­ar­ar bók­mennta­grein­ar.“
  • Har­ald­ur Sig­urðsson fyr­ir Sam­fé­lag eft­ir máli – Bæj­ar­skipu­lag á Íslandi og fræðin um hið byggða um­hverfi sem Sögu­fé­lag gef­ur út. „Stór­virki um sögu skipu­lags og hönn­un­ar byggðar á Íslandi, og á er­indi við bæði lærða og leika. Höf­und­ur bygg­ir á gríðar­miklu magni heim­ilda sem hann grein­ir og set­ur í stærra sam­hengi.“
  • Helgi Máni Sig­urðsson fyr­ir Forn­bát­ar á Íslandi – Sjó­menn­irn­ir og saga þeirra sem Skrudda gef­ur út. „Fróðleg kynn­ing á báta­smíði og sjó­sókn í öll­um lands­hlut­um frá miðri 19. öld fram til 1950. Bók­in bygg­ist á heim­ild­um um báta, eig­end­ur þeirra og smiði. Hún er prýdd fjölda ljós­mynda og teikn­inga.“
  • Krist­ín Lofts­dótt­ir fyr­ir And­lit til sýn­is sem Sögu­fé­lag gef­ur út. „Vandað verk um til­urð og sögu safna á tím­um ný­lendu­væðing­ar og kynþátta­hyggju. Höf­und­ur rek­ur slóð for­vitni­legra safn­gripa og miðlar rann­sókn sinni á mynd­ræn­an og per­sónu­leg­an hátt.“
  • Lilja Árna­dótt­ir og Mörður Árna­son (rit­stjór­ar) fyr­ir Með verk­um hand­anna – Íslensk­ur ref­ilsaum­ur fyrri alda sem Þjóðminja­safn Íslands gef­ur út. „Óvenju glæsi­legt verk sem kynn­ir stór­kost­leg tex­tíl­verk sem unn­in voru á Íslandi fyrr á öld­um og skipa sess í alþjóðlegu sam­hengi. Bygg­ist á viðamikl­um rann­sókn­um Elsu E. Guðjóns­son.“
  • Ólaf­ur Gest­ur Arn­alds fyr­ir Mold ert þú – Jarðveg­ur og ís­lensk nátt­úra sem Iðnú gef­ur út. „Stór­virki á sviði nátt­úru- og um­hverf­is­fræði með áherslu á sér­stöðu ís­lensks jarðvegs. Fjallað er ýt­ar­lega um mik­il­vægi mold­ar­inn­ar í vist­kerf­um þurr­lend­is með ríku­leg­um gögn­um og mynd­efni.“
  • Ólaf­ur Engil­berts­son (rit­stjóri) fyr­ir Steypt­ir draum­ar – Líf og list Samú­els Jóns­son­ar sem Sögumiðlun gef­ur út. „Mik­il­væg út­gáfa um líf og list merki­legs utang­arðslista­manns og end­ur­reisn ein­stakr­ar arf­leifðar. Líf­legt mynd­efni og vandaður texti.“
  • Sveinn Ein­ars­son fyr­ir Leik­mennt­ir – Um að nálg­ast það sem mann lang­ar að segja í leik­húsi sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Leik­hús­saga síðustu ald­ar er rauður þráður bók­ar­inn­ar sem fjall­ar um form, stíl, orðfæri og fleira tengt leik­sviðinu. Verkið er mik­il­væg viðbót við sögu ís­lenskr­ar leik­list­ar, og lýs­ir vel þeim galdri sem ger­ist þegar sýn­ing­ar eru sett­ar upp.“
  • Þórgunn­ur Snæ­dal fyr­ir Rún­ir á Íslandi sem Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum gef­ur út. „Ýtar­legt og aðgengi­legt yf­ir­lits­rit um ís­lenska rúna­sögu, sem varp­ar ljósi á hefð sem hélst frá land­námi til okk­ar daga. Afrakst­ur ára­tuga­langra rann­sókna höf­und­ar­ins.“

 

 




Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir