Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis kynntar

11. febrúar, 2021

Tíu rit eru tilnefnd og hlýtur eitt þeirra Viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem verður veitt í byrjun mars.

Til­kynnt var þann 10. febrúar hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2020. Viður­kenn­ingin verður veitt í mars og hlýtur verðlaunahafinn 1.250.000 krón­ur.

Hagþenk­ir hef­ur frá 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings. Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um af ólík­um fræðasviðum, stend­ur að val­inu en ráðið skipa Auðunn Arn­órs­son, Árni Ein­ars­son, Helga Birg­is­dótt­ir, Kol­brún S. Hjalta­dótt­ir og Lára Magnús­ar­dótt­ir.

Eftirfarandi verk og höfundar eru tilnefnd:

  • Ásdís Lovísa Grét­ars­dótt­ir og Erna Jessen. Náms­efni í dönsku á grunn­skóla­stigi. Mennta­mála­stofn­un og Náms­gagna­stofn­un. „Heild­stætt og vandað náms­efni í dönsku. Metnaðarfullt og fjöl­breytt höf­und­ar­verk þar sem margra ára sam­starf tveggja reynslu­mik­illa kenn­ara nýt­ur sín.“
  • Berg­ljót Soffía Kristjáns­dótt­ir. Fræðaskjóða. Bók­mennta­fræði fyr­ir for­vitna. Bók­mennta- og list­fræðistofn­un Há­skóla Íslands. Sæmund­ur. „Ítar­leg og skemmti­leg um­fjöll­un um bók­mennta­fræði. Hug­tök eru skýrð á ný­stár­leg­an hátt með mý­mörg­um dæm­um. Mik­ill feng­ur fyr­ir áhuga­fólk um bók­mennt­ir.“
  • Gísli Páls­son. Fugl­inn sem gat ekki flogið. Mál og menn­ing. „Læsi­leg og þörf bók þar sem hug­mynd­in um út­rým­ingu og enda­lok dýra­teg­und­ar er skoðuð frá óvenju­legu sjón­ar­horni.“
  • Gunn­ar Þór Bjarna­son. Spænska veik­in. Mál og menn­ing. „Vel skrifuð bók þar sem stjórn­mál­um á ör­laga­tím­um er fim­lega fléttað sam­an við sög­ur ein­stakra manna og fjöl­skyldna með vandaðri sagn­fræði.“
  • Hjör­leif­ur Hjart­ar­son og Rán Flygenring. Hest­ar. Ang­ú­stúra. „Teflt er sam­an göml­um sög­um og nýj­um, skemmti­leg­um texta og líf­leg­um mynd­um í bók sem bæði fræðir og gleður.“
  • Jón Hjalta­son. Fædd­ur til að fækka tár­um. Ká­inn. Ævi og ljóð. Völu­spá út­gáfa. „Kveðskap­ur­inn tal­ar sínu máli í hlý­legri frá­sögn af ævi drykk­fellda hagyrðings­ins og stemn­ing­in fyr­ir skáld­skap í dag­legu lífi Vest­ur-Íslend­inga verður næst­um áþreif­an­leg.“
  • Kjart­an Ólafs­son. Um Komm­ún­ista­flokk­inn og Sósí­al­ista­flokk­inn. Draum­ar og veru­leiki. Stjórn­mál í end­ur­sýn. Mál og menn­ing. „Merk sam­an­tekt á sögu ysta vinst­ris­ins í ís­lensk­um stjórn­mál­um á 1930-1968 frá sjón­ar­hóli manns sem sjálf­ur var í innsta hring þeirr­ar hreyf­ing­ar.“
  • Kristján Leós­son og Leó Kristjáns­son †. Íslenski krist­all­inn sem breytti heim­in­um. Mál og menn­ing. „Fróðlegt ferðalag um eðlis­fræðisögu ljóss­ins og mik­il­vægt hlut­verk silf­ur­bergs frá Íslandi í henni.“
  • Pét­ur H. Ármanns­son. Guðjón Samú­els­son húsa­meist­ari. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag. „Vandað og ít­ar­legt yf­ir­lits­rit um ævi og verk Guðjóns Samú­els­son­ar. Verðugur minn­is­varði um mann­inn sem mótaði bygg­ing­ar­list og skipu­lags­mál hins ný­sjálf­stæða Íslands.“
  • Sig­urður Ægis­son. Íslensku fugl­arn­ir og þjóðtrú­in. Bóka­út­gáf­an Hól­ar. „Ríku­lega myndskreytt og frum­legt verk um ís­lenska varp­fugla með marg­vís­leg­um fróðleik, ljóðum og frá­sögn­um af sam­búð nátt­úru og manns.“

Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir