Stöðug fjölgun umsókna um styrki til þýðinga á íslensku!

Á þessu ári bárust Miðstöð íslenskra bókmennta 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku en í fyrra

18. desember, 2017

Að þessu sinni var tæpum 8 milljónum króna úthlutað í 23 styrki til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins.

Úthlutað var tæpum 8 milljónum króna í 23 styrki til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins. Verk eftir Hakan Günday, Marilynne Robinson, Philip Pullman, Isabel Allende, Sally Rooney, David Walliams, Timothy D. Snyder og marga fleiri verða þýdd.

Í seinni úthlutun ársins, með fresti í nóvember, bárust 49 umsóknir og sótt var um tæpar 38 milljónir króna. Að þessu sinni var 23 styrkjum úthlutað tæpum 8 milljónum króna til þýðinga á íslensku. Fjölgun umsókna var í flokki barna- og ungmennabóka.

Metfjöldi umsókna á einu ári um styrki til þýðinga á íslensku

Heildarfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku á árinu var alls 87, sem er töluverð aukning frá 2016, þegar heildarfjöldinn var samtals 67, og því nemur fjölgun umsókna um þrjátíu prósentum á ársgrundvelli.

Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta ef frá er talið árið 2008, en þá bárust 97 umsóknir í þessum flokki á árinu öllu. Það kallast á við afgerandi niðurstöðu könnunar sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera fyrir stuttu, en þar kemur fram að 80,7% landsmanna finnst mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku.




Sally-Rooney

Timothy-Snyder




Ilya-Kaminsky




Marilynne-Robinson
Krishnamurti Jandy-Nelson Philip-Pullman Hakan-Gunday 

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

·         Daha eftir Hakan Günday í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Útgefandi: Bjartur.

·         Book of Dust Vol. 1: La Belle Sauvage eftir Philip Pullman í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útgefandi: Forlagið. 

·         고발 / Gobal eftir Bandi (dulnefni) í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Útgefandi: Angústúra.

·         Dancing in Odessa eftir Ilya Kaminsky í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Útgefandi: Dimma.

·         Conversation with friends eftir Sally Rooney í þýðingu Bjarna Jónssonar. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.

·         Gilead eftir Marilynne Robinson í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar. Útgefandi: Ugla útgáfa.         

·         I'll give you the sun eftir Jandy Nelson í þýðingu Mörtu Hlínar Magnadóttur. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

·         Freedom from the known eftir Krishnamurti í þýðingu Kristins Árnasonar. Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur - Sunnan 4 ehf.

·         On Tyranny: Twenty Lessons from the Twentieth Century eftir Timothy D. Snyder í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Útgefandi: Forlagið.

·         The Midnight Gang eftir David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útgefandi: BF-útgáfa ehf.

Heildarúthlutun á árinu 2017 til þýðinga á íslensku var tæplega 18 milljónir króna til 44 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember. Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2017 (mars og nóvember), sem og fyrri ár, má finna hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir