Stöðug fjölgun umsókna um styrki til þýðinga á íslensku!

Á þessu ári bárust Miðstöð íslenskra bókmennta 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku en í fyrra

18. desember, 2017 Fréttir

Að þessu sinni var tæpum 8 milljónum króna úthlutað í 23 styrki til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins.

Úthlutað var tæpum 8 milljónum króna í 23 styrki til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins. Verk eftir Hakan Günday, Marilynne Robinson, Philip Pullman, Isabel Allende, Sally Rooney, David Walliams, Timothy D. Snyder og marga fleiri verða þýdd.

Í seinni úthlutun ársins, með fresti í nóvember, bárust 49 umsóknir og sótt var um tæpar 38 milljónir króna. Að þessu sinni var 23 styrkjum úthlutað tæpum 8 milljónum króna til þýðinga á íslensku. Fjölgun umsókna var í flokki barna- og ungmennabóka.

Metfjöldi umsókna á einu ári um styrki til þýðinga á íslensku

Heildarfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku á árinu var alls 87, sem er töluverð aukning frá 2016, þegar heildarfjöldinn var samtals 67, og því nemur fjölgun umsókna um þrjátíu prósentum á ársgrundvelli.

Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta ef frá er talið árið 2008, en þá bárust 97 umsóknir í þessum flokki á árinu öllu. Það kallast á við afgerandi niðurstöðu könnunar sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera fyrir stuttu, en þar kemur fram að 80,7% landsmanna finnst mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku.
Sally-Rooney

Timothy-Snyder
Ilya-Kaminsky
Marilynne-Robinson
Krishnamurti Jandy-Nelson Philip-Pullman Hakan-Gunday 

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

·         Daha eftir Hakan Günday í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Útgefandi: Bjartur.

·         Book of Dust Vol. 1: La Belle Sauvage eftir Philip Pullman í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útgefandi: Forlagið. 

·         고발 / Gobal eftir Bandi (dulnefni) í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Útgefandi: Angústúra.

·         Dancing in Odessa eftir Ilya Kaminsky í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Útgefandi: Dimma.

·         Conversation with friends eftir Sally Rooney í þýðingu Bjarna Jónssonar. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.

·         Gilead eftir Marilynne Robinson í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar. Útgefandi: Ugla útgáfa.         

·         I'll give you the sun eftir Jandy Nelson í þýðingu Mörtu Hlínar Magnadóttur. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

·         Freedom from the known eftir Krishnamurti í þýðingu Kristins Árnasonar. Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur - Sunnan 4 ehf.

·         On Tyranny: Twenty Lessons from the Twentieth Century eftir Timothy D. Snyder í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Útgefandi: Forlagið.

·         The Midnight Gang eftir David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útgefandi: BF-útgáfa ehf.

Heildarúthlutun á árinu 2017 til þýðinga á íslensku var tæplega 18 milljónir króna til 44 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember. Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2017 (mars og nóvember), sem og fyrri ár, má finna hér.


Allar fréttir

Ísland heiðursgestur á bókamessunni í Gdansk 29.-31. mars - 31. janúar, 2019 Fréttir

Íslensku höfundarnir Hallgrímur Helgason, Steinunn Sigurðardóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir verða gestir á messunni.

Nánar

Þau hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár! - 30. janúar, 2019 Fréttir

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn fyrir Silfurlykilinn og höfundar Flóru Íslands þau Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg.

Nánar

Allar fréttir