Útgefendaskipti Reykjavík/Stokkhólmur. Auglýst eftir umsóknum!

Íslenskir útgefendur geta sótt um styrk til að kynna íslenskar bækur fyrir sænskum útgefendum dagana 12.-14. júní

30. janúar, 2019

Í júní næstkomandi efnir Miðstöð íslenskra bókmennta til samstarfs við sænsku bókmenntamiðstöðina (Swedish Literature Exchange) um útgefendaskipti milli landanna (Reykjavík - Stokkhólmur). Sambærileg skipti hafa verið reynd milli annarra norrænna landa og hafa þau gefið góða raun. Markmiðið með útgefendaskiptum við Svía er að efla tengsl milli fagaðila, kynna íslenskar bókmenntir í Svíþjóð og auka útbreiðslu þeirra þar.

Útgefendaskiptin fara þannig fram að íslenskir útgefendur fara til Stokkhólms dagana 12.-14. júní og hitta þar kollega sína á fundum og sænsku útgefendurnir gera slíkt hið sama hér á landi 5.-7. júní.

Sænska bókmenntamiðstöðin undirbýr dvöl íslensku gestanna í Stokkhólmi og sendir fyrirfram upplýsingar um tengiliði sænskra útgefenda/umboðsmanna, býður í kvöldverð og fleira. Hver og einn þátttakandi skipuleggur svo sína fundi sjálfur.

Miðstöð íslenskra bókmennta mun styrkja þrjá íslenska útgefendur til fararinnar (einn fulltrúa hvers útgefanda), greiða flug til Stokkhólms og 2 nætur á hóteli.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um þátttöku, þar sem eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Stutt kynning á útgefandanum.
  • Hvaða íslenska titla viðkomandi hyggst kynna erlendum útgefendum.
  • Hvaða útgefendur óskað er eftir að hitta í Stokkhólmi, ef það liggur fyrir.

Að ferð lokinni verður óskað eftir stuttri greinargerð.

Umsóknir skulu sendar á netfangið islit@islit.is fyrir 1. mars 2019.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir