Útgefendaskipti Reykjavík/Stokkhólmur. Auglýst eftir umsóknum!

Íslenskir útgefendur geta sótt um styrk til að kynna íslenskar bækur fyrir sænskum útgefendum dagana 12.-14. júní

30. janúar, 2019 Fréttir

Í júní næstkomandi efnir Miðstöð íslenskra bókmennta til samstarfs við sænsku bókmenntamiðstöðina (Swedish Literature Exchange) um útgefendaskipti milli landanna (Reykjavík - Stokkhólmur). Sambærileg skipti hafa verið reynd milli annarra norrænna landa og hafa þau gefið góða raun. Markmiðið með útgefendaskiptum við Svía er að efla tengsl milli fagaðila, kynna íslenskar bókmenntir í Svíþjóð og auka útbreiðslu þeirra þar.

Útgefendaskiptin fara þannig fram að íslenskir útgefendur fara til Stokkhólms dagana 12.-14. júní og hitta þar kollega sína á fundum og sænsku útgefendurnir gera slíkt hið sama hér á landi 5.-7. júní.

Sænska bókmenntamiðstöðin undirbýr dvöl íslensku gestanna í Stokkhólmi og sendir fyrirfram upplýsingar um tengiliði sænskra útgefenda/umboðsmanna, býður í kvöldverð og fleira. Hver og einn þátttakandi skipuleggur svo sína fundi sjálfur.

Miðstöð íslenskra bókmennta mun styrkja þrjá íslenska útgefendur til fararinnar (einn fulltrúa hvers útgefanda), greiða flug til Stokkhólms og 2 nætur á hóteli.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um þátttöku, þar sem eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Stutt kynning á útgefandanum.
  • Hvaða íslenska titla viðkomandi hyggst kynna erlendum útgefendum.
  • Hvaða útgefendur óskað er eftir að hitta í Stokkhólmi, ef það liggur fyrir.

Að ferð lokinni verður óskað eftir stuttri greinargerð.

Umsóknir skulu sendar á netfangið islit@islit.is fyrir 1. mars 2019.


Allar fréttir

Á Gautaborgarmessunni í ár ræða íslenskir höfundar hefðina, nútímann, ímyndunarafl, ljóðrænu, glæpasögur og ofurhetjur ... - 21. ágúst, 2019 Fréttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á messunni í ár.

Nánar

Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru til útláns í Þjóðarbókhlöðunni - 21. ágúst, 2019 Fréttir

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna.

Nánar

Lestrarskýrslustyrkir eru nýjung í styrkjaflóru Miðstöðvarinnar - 15. ágúst, 2019 Fréttir

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Nánar

Allar fréttir