Úthlutað úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði

Á þriðja tug fjölbreyttra bóka fyrir börn og ungmenni hljóta styrki úr Auði 2022.

12. maí, 2022

7 milljónum króna var úthlutað til 22 verka af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni. Alls bárust 47 umsóknir og sótt var um rúmar 30 milljónir. 

  • Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 22 verk styrk að þessu sinni. 

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum. 

Viðfangsefni bókanna eru margvísleg; eldgos, íslensk listasaga, veruleiki barna og ungmenna í sveit og borg, ófreskjur, skrímsli og aðrar skuggalegar verur - og svo mætti lengi telja. Íslensk börn og ungmenni eiga svo sannarlega góð lestrarmisseri í vændum. 

Meðal styrktra verka eru:

Ræfill eldgosabók. Höf. Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra

Dulstafir, bók 2: Bronsharpan, Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Frankensleikir. Höf. Eiríkur Örn Norðdahl og Elísabet Rún. Útgefandi: Forlagið

Mamma kaka. Höf. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka

Íslensk list sem öll ættu að þekkja. Höf. Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi: Forlagið

Dedfúlíur – flýið! Höf. Hilmar Örn Óskarsson og Blær Guðmundsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Jóga sem leikur. Höf. Anna Rós Lárusdóttir. Útgefandi: Sögur útgáfa

Heimsendir, hitt og þetta. Höf. Rut Guðnadóttir. Útgefandi: Forlagið

VeikindaDagur. Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Inni og úti. Höf. Ragnheiður Getsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- ogungmennabókasjóðnum Auði 2022.


Allar fréttir

Bókamessan í Gautaborg 22.-25. september: Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir fjalla um verk sín - 12. september, 2022 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni í samstarfi við Íslandsstofu þar sem gestir geta kynnt sér verk íslenskra höfunda. 
Staðsetning íslenska bássins: C03:39

Nánar

Authors' Reading Month: Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Tékklandi og Slóvakíu - 8. ágúst, 2022 Fréttir

Höfundunum var afar vel tekið ytra en hátíðin er sú stærsta í þessum hluta Evrópu.

Nánar

NordLit fundur haldinn í Stokkhólmi dagana 15.-17. júní - 30. júní, 2022 Fréttir

Í ár var það sænska bókmenntamiðstöðin Statens Kulturråd/Swedish Arts sem var gestgjafi á NordLit fundinum þar sem voru saman komnir starfsmenn bókmenntamiðstöðva allra norðurlandanna.

Nánar

Allar fréttir