Úthlutað úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði

Á þriðja tug fjölbreyttra bóka fyrir börn og ungmenni hljóta styrki úr Auði 2022.

12. maí, 2022

7 milljónum króna var úthlutað til 22 verka af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni. Alls bárust 47 umsóknir og sótt var um rúmar 30 milljónir. 

  • Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 22 verk styrk að þessu sinni. 

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum. 

Viðfangsefni bókanna eru margvísleg; eldgos, íslensk listasaga, veruleiki barna og ungmenna í sveit og borg, ófreskjur, skrímsli og aðrar skuggalegar verur - og svo mætti lengi telja. Íslensk börn og ungmenni eiga svo sannarlega góð lestrarmisseri í vændum. 

Meðal styrktra verka eru:

Ræfill eldgosabók. Höf. Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra

Dulstafir, bók 2: Bronsharpan, Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Frankensleikir. Höf. Eiríkur Örn Norðdahl og Elísabet Rún. Útgefandi: Forlagið

Mamma kaka. Höf. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka

Íslensk list sem öll ættu að þekkja. Höf. Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi: Forlagið

Dedfúlíur – flýið! Höf. Hilmar Örn Óskarsson og Blær Guðmundsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Jóga sem leikur. Höf. Anna Rós Lárusdóttir. Útgefandi: Sögur útgáfa

Heimsendir, hitt og þetta. Höf. Rut Guðnadóttir. Útgefandi: Forlagið

VeikindaDagur. Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Inni og úti. Höf. Ragnheiður Getsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- ogungmennabókasjóðnum Auði 2022.


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir