Úthlutað úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði

Á þriðja tug fjölbreyttra bóka fyrir börn og ungmenni hljóta styrki úr Auði 2022.

12. maí, 2022

7 milljónum króna var úthlutað til 22 verka af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni. Alls bárust 47 umsóknir og sótt var um rúmar 30 milljónir. 

  • Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 22 verk styrk að þessu sinni. 

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum. 

Viðfangsefni bókanna eru margvísleg; eldgos, íslensk listasaga, veruleiki barna og ungmenna í sveit og borg, ófreskjur, skrímsli og aðrar skuggalegar verur - og svo mætti lengi telja. Íslensk börn og ungmenni eiga svo sannarlega góð lestrarmisseri í vændum. 

Meðal styrktra verka eru:

Ræfill eldgosabók. Höf. Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra

Dulstafir, bók 2: Bronsharpan, Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Frankensleikir. Höf. Eiríkur Örn Norðdahl og Elísabet Rún. Útgefandi: Forlagið

Mamma kaka. Höf. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka

Íslensk list sem öll ættu að þekkja. Höf. Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi: Forlagið

Dedfúlíur – flýið! Höf. Hilmar Örn Óskarsson og Blær Guðmundsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Jóga sem leikur. Höf. Anna Rós Lárusdóttir. Útgefandi: Sögur útgáfa

Heimsendir, hitt og þetta. Höf. Rut Guðnadóttir. Útgefandi: Forlagið

VeikindaDagur. Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Inni og úti. Höf. Ragnheiður Getsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- ogungmennabókasjóðnum Auði 2022.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir