Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins

Von er á þýðingum á verkum eftir höfundana R.F. Kuang, Atef Abu Saif, Nitu Prose, Annie Ernaux, Franz Kafka og fleiri.

3. maí, 2024

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

  • Atef Abu Saif, R.F. Kuang, Shelby Van Pelt, Aldulrazak Gurnah, Alice Oseman, Gabriel García Marquez, Kathryn Hughes og J.R.R. Tolkien eru meðal höfunda sem verða þýddir.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Í þessari fyrri úthlutun ársins voru 27 styrkir veittir, þar af 4 myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

Um er að ræða verk héðan og þaðan, bæði samtímverk sem og klassískar heimsbókmenntir. Þýtt er úr ensku, frönsku, ungversku, þýsku, spænsku og forngrísku og meðal þýðenda eru Ingunn Snædal, Jón Hallur Stefánsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Bjarni Jónsson og Helga Soffía Einarsdóttir. 

Meðal styrktra verka eru: 

Don´t Look Left. Diary of Genocide eftir Atef Abu Saif. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Angústúra

Remarkably Bright Creatures eftir Shelby Van Pelt. Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Yellowface eftir R.F. Kuang. Þýðandi: Ingunn Snædal. Útgefandi: Drápa

The Mystery Guest eftir Nita Prose. Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir. Útgefandi: Forlagið

The Tokyo-Montana Express eftir Richard Brautigan. Þýðandi: Þórður Snævar Jónsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Hobbit, or There and Back Again eftir J.R.R. Tolkien. Þýðandi: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Kver bókaútgáfa

Zum Ewigen Frieden eftir Immanuel Kant. Þýðandi: Egill Arnarson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Gender Queer eftir Maia Kobabe. Þýðandi: Elías Rúni og Mars M. Proppé. Útgefandi: Salka

Splendeurs et miséres des courtisanes eftir Honoré de Balzac. Þýðandi: Sigurjón Björnsson. Útgefandi: Skrudda

Sjá fyrri styrkúthlutun ársins 2024 hér.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir