Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins

Von er á þýðingum á verkum eftir höfundana R.F. Kuang, Atef Abu Saif, Nitu Prose, Annie Ernaux, Franz Kafka og fleiri.

3. maí, 2024

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

  • Atef Abu Saif, R.F. Kuang, Shelby Van Pelt, Aldulrazak Gurnah, Alice Oseman, Gabriel García Marquez, Kathryn Hughes og J.R.R. Tolkien eru meðal höfunda sem verða þýddir.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Í þessari fyrri úthlutun ársins voru 27 styrkir veittir, þar af 4 myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. 

Um er að ræða verk héðan og þaðan, bæði samtímverk sem og klassískar heimsbókmenntir. Þýtt er úr ensku, frönsku, ungversku, þýsku, spænsku og forngrísku og meðal þýðenda eru Ingunn Snædal, Jón Hallur Stefánsson, Þórhildur Ólafsdóttir, Bjarni Jónsson og Helga Soffía Einarsdóttir. 

Meðal styrktra verka eru: 

Don´t Look Left. Diary of Genocide eftir Atef Abu Saif. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Angústúra

Remarkably Bright Creatures eftir Shelby Van Pelt. Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Yellowface eftir R.F. Kuang. Þýðandi: Ingunn Snædal. Útgefandi: Drápa

The Mystery Guest eftir Nita Prose. Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir. Útgefandi: Forlagið

The Tokyo-Montana Express eftir Richard Brautigan. Þýðandi: Þórður Snævar Jónsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Hobbit, or There and Back Again eftir J.R.R. Tolkien. Þýðandi: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Kver bókaútgáfa

Zum Ewigen Frieden eftir Immanuel Kant. Þýðandi: Egill Arnarson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Gender Queer eftir Maia Kobabe. Þýðandi: Elías Rúni og Mars M. Proppé. Útgefandi: Salka

Splendeurs et miséres des courtisanes eftir Honoré de Balzac. Þýðandi: Sigurjón Björnsson. Útgefandi: Skrudda

Sjá fyrri styrkúthlutun ársins 2024 hér.


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir