Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

6. maí, 2024

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

  • Verk sem áður hafa hlotið styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Höfundar verkanna sem hljóta styrki eru bæði reyndir barnabókahöfundar sem og höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi barnabóka. Þar má nefna Þórarin Eldjárn, Gunnar Helgason, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg og Bjarna Fritzson.

Meðal styrktra verka eru:

Hús. Höfundar: Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg. Útgefandi: Angústúra

Vargöld 3. Höfundur: Þórhallur Arnórsson. Útgefandi: Forlagið

Skrímslaveisla. Höfundar: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Útgefandi: Forlagið

Lilja og límbandið. Höfundur: Hilmar Örn Óskarsson og Blær Guðmundsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Neistar. Höfundur: Hugrún Margrét Ólafsdóttir. Útgefandi: Kráka hönnun

Día, Dúi og dýrin. Höfundur: Hrafnhildur Halldórsdóttir og Signý Gunnarsdóttir. Útgefandi: Snúsnú bókaútgáfa

NammiDagur. Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Fjársjóður í mýrinni. Höfundur: Sigrún Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Hér má nálgast allar úthlutanir ársins 2024 úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir