Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

6. maí, 2024

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

  • Verk sem áður hafa hlotið styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Höfundar verkanna sem hljóta styrki eru bæði reyndir barnabókahöfundar sem og höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi barnabóka. Þar má nefna Þórarin Eldjárn, Gunnar Helgason, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg og Bjarna Fritzson.

Meðal styrktra verka eru:

Hús. Höfundar: Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg. Útgefandi: Angústúra

Vargöld 3. Höfundur: Þórhallur Arnórsson. Útgefandi: Forlagið

Skrímslaveisla. Höfundar: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Útgefandi: Forlagið

Lilja og límbandið. Höfundur: Hilmar Örn Óskarsson og Blær Guðmundsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Neistar. Höfundur: Hugrún Margrét Ólafsdóttir. Útgefandi: Kráka hönnun

Día, Dúi og dýrin. Höfundur: Hrafnhildur Halldórsdóttir og Signý Gunnarsdóttir. Útgefandi: Snúsnú bókaútgáfa

NammiDagur. Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan

Fjársjóður í mýrinni. Höfundur: Sigrún Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Hér má nálgast allar úthlutanir ársins 2024 úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.


Allar fréttir

Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík - 20. janúar, 2025 Fréttir

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Nánar

Styrkir veittir til þýðinga á íslensku - seinni úthlutun ársins 2024 - 11. desember, 2024 Fréttir

Á árinu 2024 bárust samtals 72 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 48 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum; 8,8 mkr króna til 27 þýðingaverkefna í fyrri úthlutun ársins og 8,3 mkr til 21 verks í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024 - 27. nóvember, 2024 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2024 voru kynntar 27. nóvember í Eddu, húsi íslenskunnar.

Nánar

Allar fréttir