Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki

13. maí, 2025

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

  • Mynd-med-frett-um-AUDI-25
    Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði til 24 verka árið 2025. Alls bárust 54 umsóknir og sótt var um rúmar 19 millj.kr.

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Höfundar verkanna sem hljóta styrki eru bæði reyndir barnabókahöfundar sem og höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi barnabóka. Þar má nefna þau Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Arndísi Þórarinsdóttur, Sævar Helga Bragason, Lóu Hjálmtýsdóttur, Bergrúnu Írisi og Bjarna Fritzson.

Meðal styrktra verka eru:

Myrkrið. Höfundur og myndhöfundur Rán Flygenring. Útgefandi Angústúra

Sólgos (vinnutitill). Höfundur Arndís Þórarinsdóttir. Útgefandi Forlagið

Drekasaga - Tvíburar. Höfundur Gunnar Helgason, myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð. Útgefandi Forlagið.

Miklihvellur - VÍSINDALÆSI 6. Höfundur Sævar Helgi Bragason, myndhöfundur Elías Rúni. Útgefandi Forlagið.

Tíu örugg skref. Höfundur Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi Forlagið.

Torf, grjót og burnirót. Höfundur Sigrún Eldjárn. Útgefandi Forlagið.

Rugluskógur. Höfundur Elísabet Thoroddsen, myndhöfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi Bókabeitan ehf.

Hljóðlausi stafurinn. Höfundur Eva Rún Snorradóttir, myndhöfundur Una Lorenzen. Útgefandi Menningarfélagið Milla.

Skólastjórinn. Höfundur Ævar Þór Benediktsson, myndhöfundur Elín Elísabet Einarsdóttir. Útgefandi Forlagið.

Vélhundurinn Depill. Höfundur Tómas Zoëga, myndhöfundur Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir. Útgefandi Forlagið.

Hver á mig? Höfundur Harpa Rún Kristjánsdóttir, myndhöfundur Jóhanna María. Útgefandi Króníka.

Hér má nálgast allar úthlutanir ársins 2025 úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir