30 milljónum úthlutað til 55 verka! Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018

Í þessari úthlutun er tekin upp sú nýbreytni að bæta við styrkjum til útgáfu vandaðra myndríkra barna- og ungmennabóka, auk almennra útgáfustyrkja

25. apríl, 2018

Í þessari úthlutun er tekin upp sú nýbreytni að bæta við styrkjum til útgáfu vandaðra myndríkra barna- og ungmennabóka, auk almennu útgáfustyrkjanna.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.

Útgáfustyrkir eru veittir árlega til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. Í þessari úthlutun er tekin upp sú nýbreytni að bæta við styrkjum til útgáfu vandaðra myndríkra barna- og ungmennabóka, auk almennra útgáfustyrkja.

Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru af ýmsum toga; fræðirit, handbækur, skáldverk og heimildarit um náttúru Íslands, menningu, tungu, listir og fleira.

Meðal verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

  • Íslensk flóra eftir Hörð Kristinsson, Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Jón Baldur Hlíðberg. Útgefandi: Forlagið
  • Mosar á Íslandi eftir Ágúst H. Bjarnason. Útgefandi: Ágúst H. Bjarnason
  • Íslensk nótnahandrit 1100-1800 eftir Árna Heimi Ingólfsson. Útgefandi: Crymogea
  • Dýrafræði eftir Örnólf Thorlacius og Lárus Thorlacius. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
  • Íslenskir heyskaparhættir eftir Bjarna Guðmundsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna
  • Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi á 18.-21. öld eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Útgefandi: Sögufélag
  • Saga revíunnar á Íslandi eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Útgefandi: Skrudda
  • Hjarta Íslands eftir Gunnstein Ólafsson og Pál Stefánsson. Útgefandi: Veröld
  • Sjónarfur í samhengi 1. bindi: myndmál prentsögu Íslands frá 1844-1918 eftir Guðmund Odd Magnússon. Útgefandi: Listaháskóli Íslands
  • Glímuskjálfti, heildarútgáfa á verkum Dags Sigurðarsonar. Útgefandi: Forlagið
  • Reykjavík um aldamótin 1900 – með augum Benedikts Gröndal eftir Illuga Jökulsson og Ívar Gissurarson. Útgefandi: Sögur útgáfa

 

Meðal myndríkra barna- og ungmennabóka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

  • Kjarval - Maðurinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur. Útgefandi: Forlagið
  • Hin hliðin á jólunum eftir Rósu Þorsteinsdóttur, myndhöfundur Óskar Jónasson. Útgefandi: Mediaevaland
  • Skarphéðinn Dungal eftir Hjörleif Hjartarson, myndhöfundur Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra
  • Spennandi fróðleikur fyrir ungt fólk eftir Illuga Jökulsson, Ívar Bjarklind og Veru Illugadóttur. Útgefandi: Sögur útgáfa
  • Sólarhjólið eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, myndhöfundur Högni Sigþórsson. Útgefandi: DIMMA
  • Stelpan sem týndi litla bróður sínum í ruslinu eftir Guðna Líndal Benediktsson, myndhöfundur Ryoko Tamura. Útgefandi: Bókabeitan

 

Hér má sjá yfirlit yfir alla útgáfustyrki ársins 2018.

 

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir